Vestri mætti í heimsókn í Kórinn fyrr í dag, leikar enduðu 1-1 í baráttuleik. Eiður Aron varnarmaður Vestra mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 1 - 1 Vestri
„Vorum solid varnarlega en fúlt að ná ekki að landa sigri.
Við vorum rock solid varnarlega en hugmyndasnauðir fram á við."
„Við erum sáttir með margt í þessum leik. Gáfum lítið af færum á okkur enn og aftur eitthvað sem við getum byggt ofan á. Eitt stig allt í lagi en við hefðum viljað þrjú."
Síðasti sigurleikur Vestra kom 2. júní.
„Við höfum verið eins og hjartalínurit, fínar frammistöður og ömurlegar frammistöður við þurfum að tengja góðar frammistöður saman, það er ekki flóknara en það."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir