Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mán 20. ágúst 2018 14:27
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Gætu farið í búrið í MMA og buffað hvern sem er
Kvenaboltinn
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Freyr á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr, Ásmundur Haraldsson og Ólafur Pétursson á fréttamannafundinum í dag.
Freyr, Ásmundur Haraldsson og Ólafur Pétursson á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við virðum stigið með það að leiðarljósi að þá eigum við einn leik eftir og með örlögin í okkar höndum. Við munum samt spila leikinn til að vinna," segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna um stórleikinn gegn Þýskalandi laugardaginn 1. september. Freyr tilkynnti hópinn í dag fyrir komandi leiki gegn Þýskalandi og Tékklandi.

Ísland vann fyrir leikinn gegn Þýskalandi og er á toppi riðilsins fyrir síðustu leikina.

Staðan fyrir leikinn við Þjóðverja
Sigur á Þýskalandi = Ísland beint á HM
Jafntefli gegn Þýskalandi = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara á HM
Tap gegn Þjóðverjum = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara í umspil

Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður úr Breiðabliki, og Telma Hjaltalín Þrastadóttir, framherji Stjörnunnar, eru nýliðar í hópnum.

„Ég treysti þeim báðum til þess að spila ef þess þarf. Alexandra spilar á miðju og ég segi hreinskilið að ég vona að hún spili ekki því þá eru Gunnhildur Yrsa og Sara meiddar eða frá. Telma getur komið inn og sprengt leiki fyrir okkur. Hún gæti vel tekið það hlutverk. Að sama skapi eru 23 leikmenn í hópnum og fimm verða í stúkunni. Hún gæti líka verið í því hlutverki. Það er samkeppni um stöður hjá okkur. Hópurinn er yngri en oft áður og hann er ferskur og kraftmikill."

Þýska landsliðið hefur verið eitt það sterkasta í heimi í mörg ár og Ísland á verðugt verkefni fyrir höndum.

„Við komum þeim upp við vegg og sjokkeruðum þær. Þær bregðast við núna með því að kalla saman æfingahóp í fjóra daga, utan landsliðsglugga og á miðju undirbúningstímabili hjá félagsliðum. Þetta er ekki þekkt í Þýskalandi og það er gaman að því. Þær mæta í toppstandi, það er klárt," sagði Freyr

„Þær töpuðu 3-2 á heimavelli gegn liði sem allir vita að er með einstakt hugarfar. Þær töpuðu gegn liði sem er með leikmenn sem gætu farið inn í búrið í MMA og buffað hvern sem er. Þá ertu hræddur og við viljum að þær séu hræddar. Þær vita líka sína styrkleika og það er hroki þarna líka. Þetta verður geggjaður leikur og mikil skemmtun."

Hér að ofan má sjá viðtalið við Frey í heild sinni en þar tjáir hann sig meðal annars meira um nýliðana tvo.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner