Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 08:58
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn Finns til Dortmund (Staðfest)
Kolbeinn og Mike Tullberg þjálfari varaliðs Dortmund.
Kolbeinn og Mike Tullberg þjálfari varaliðs Dortmund.
Mynd: Brentford
Kolbeinn Birgir Finnsson hefur gengið til liðs við þýska stórliðið Borussia Dortmund frá Brentford í Englandi. Kolbeinn skrifaði undir þriggja ára samning.

Kolbeinn var í varaliði Brentford en í sumar fór hann til uppeldisfélgasins Fylkis á láni þar sem hann spilaði vel í Pepsi Max-deildinni.

Nokkur erlend félög hafa sýnt Kolbeini áhuga að undanförnu en á endanum varð úr að Dortmund keypti hann frá Brentford.

Kolbeinn mun fyrst um sinn leika með varaliði Borussia Dortmund en það spilar í D-deildinni í Þýskalandi.

Kolbeinn er 19 ára gamall en hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd í janúar á þessu ári.

Varalið Dortmund mætir TuS Haltern á föstudagskvöld og þar gæti Kolbeinn spilað sinn fyrsta leik í gulu og svörtu.

Athugasemdir
banner
banner
banner