Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 09:47
Magnús Már Einarsson
Ólafur Karl ekki meira með í sumar - Sigurður Egill tognaður á nára
Sigurður Egill Lárusson borinn af velli í gær.
Sigurður Egill Lárusson borinn af velli í gær.
Mynd: Eyþór Árnason
Ólafur Karl Finsen verður ekki meira með Val á þessu tímabili eftir að hafa farið í aðgerð á ytri liðþófa í hné.

Ólafur Karl skoraði fimm mörk í tólf leikjum með Valsmönnum í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann fór út af í hálfleik gegn FH í þarsíðasta leik og í kjölfarið var ákveðið að hann færi í aðgerð í gær.

Meiðsli hafa verið að setja strik í reikninginn hjá Val að undanförnu en miðjumaðurinn Lasse Petry verður einnig frá keppni út tímabilið vegna meiðsla.

Kantmaðurinn Sigurður Egill Lárusson tognaði síðan á nára gegn Breiðabliki í gær og var borinn út af en það á eftir að koma í ljós hversu margar vikur hann verður frá.

Danski framherjinn Patrick Pedersen fór einnig út af undir lokin gegn Breiðabliki í gærkvöldi en Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði eftir leik að hann hafi fundi fyrir stífleika og líklega sloppið ómeiddur.
Óli Jó: Þú getur búið til tölfræði um allan andskotann
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner