Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 20. september 2019 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erna Guðrún: Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist
Kvenaboltinn
Erna í leik í sumar.
Erna í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er geggjuð, þetta var síðasti leikurinn og hann þurfti að vinnast. Geggjuð tilfinning þegar dómarinn flautaði af og við með forystuna, sagði fyrirliði FH, Erna Guðrún Magnúsdóttir, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér leið ótrúlega vel í leiknum, við vorum mjög samstilltar, ætluðum að taka þetta. Mér fannst við allan tímann vera með þetta."

Það varð vendipunktur í leiknum þegar fyrirliði Aftureldingar, Margrét Regína Grétarsdóttir, fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma og FH lék manni fleiri síðustu 40 mínúturnar eða svo.

„Að vera einum fleiri er gott og mér fannst rauða spjaldið gefa okkur aukin tækifæri. Mér fannst það vera punktur þar sem við ætluðum virkilega að keyra á þetta."

Tindastóll átti tölfræðilegan möguleika á að skáka FH í baráttunni um 2. sætið og var Erna meðvituð um það.

„Ég skal viðurkenna það ég kíkti í hálfleik hvað staðan var, þá var staðan 0-0. Í seinni hálfleik vissi ég ekki hvernig staðan var fyrir norðan."

Erna var að lokum spurð út í framtíð sína hjá félaginu.

„Það er planið. Ég hef ekki hugsað það lengra. Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist," sagði Erna að lokum.

Athugasemdir
banner
banner