Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 20. september 2019 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erna Guðrún: Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist
Kvenaboltinn
Erna í leik í sumar.
Erna í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er geggjuð, þetta var síðasti leikurinn og hann þurfti að vinnast. Geggjuð tilfinning þegar dómarinn flautaði af og við með forystuna, sagði fyrirliði FH, Erna Guðrún Magnúsdóttir, eftir 0-1 útisigur liðsins gegn Aftureldingu í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Sigurinn tryggði FH sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta tímabili. FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 FH.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Mér leið ótrúlega vel í leiknum, við vorum mjög samstilltar, ætluðum að taka þetta. Mér fannst við allan tímann vera með þetta."

Það varð vendipunktur í leiknum þegar fyrirliði Aftureldingar, Margrét Regína Grétarsdóttir, fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma og FH lék manni fleiri síðustu 40 mínúturnar eða svo.

„Að vera einum fleiri er gott og mér fannst rauða spjaldið gefa okkur aukin tækifæri. Mér fannst það vera punktur þar sem við ætluðum virkilega að keyra á þetta."

Tindastóll átti tölfræðilegan möguleika á að skáka FH í baráttunni um 2. sætið og var Erna meðvituð um það.

„Ég skal viðurkenna það ég kíkti í hálfleik hvað staðan var, þá var staðan 0-0. Í seinni hálfleik vissi ég ekki hvernig staðan var fyrir norðan."

Erna var að lokum spurð út í framtíð sína hjá félaginu.

„Það er planið. Ég hef ekki hugsað það lengra. Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist," sagði Erna að lokum.

Athugasemdir
banner