Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Helena Ólafs spáir í lokaumferðina í Pepsi Max-deild kvenna
Helena Ólafsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur vinnur Keflavík örugglega og verður Íslandsmeistari samkvæmt spá Helenu.
Valur vinnur Keflavík örugglega og verður Íslandsmeistari samkvæmt spá Helenu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vinnur en endar í 2. sæti samkvæmt spá Helenu.
Breiðablik vinnur en endar í 2. sæti samkvæmt spá Helenu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferðin í Pepsi Max-deild kvenna hefst í kvöld með leik HK/Víkings og Þórs/KA. Spennan er hins vegar mest á morgun þar sem kemur í ljós hvort Valur eða Breiðablik verður Íslandsmeistari.

Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi í Pepsi Max-mörkunum, spáir í lokaumferðina.

HK/Víkingur 1- 2 Þór/KA (19:00 í dag)
HK/Víkings stelpur eru fallnar en vilja eflaust enda þetta á góða nótum. Þær skora mark í þessum leik en ég held að eitt mark nægi ekki til að vinna Þór/KA. Norðanstelpur hafa verið örlítið andlausar undanfarið en kveðja Donna með sigri.

Valur 4 - 1 Keflavík (14:00 á morgun)
Valsstelpur vita alveg hvað sigur gefur þeim í þessum leik og ætla sér ekkert annað en sigur á heimavelli. Liðið hefur spilað með eindæmum vel í sumar og skorað mikið af mörkum. Fjögur mörk eru alveg eðlileg tala þegar ég spái þeim sigri enda með sterkustu sóknalínu landsins í sínum röðum. Keflavík jafnar þó þennan leik 1-1 en á svo ekki möguleika. Leiðinlegt að sjá á eftir liði Keflavíkur en ef ég þekki þær rétt verða þær erfiðar í Inkasso að ári.

Fylkir 0 - 2 Breiðablik (14:00 á morgun)
Blikar töpuðu á þessum velli í bikarnum fyrir Fylki og það endurtekur sig ekki. Blikar vita líka að það er enn smá von um að Valur tapi stigi og því leggja þær allt í þennan leik. Fylkis konur virðast frekar sáttar með stöðu mála í deildinni og sæti þeirra í Pepsi Max er tryggt.

Stjarnan 1 - 1 KR (14:00 á morgun)
Ég gæti trúað að þetta yrði eini jafnteflisleikurinn í umferðinni. Stjarnan hefur verið að loka vel og varnarleikur þeirra verið virkilega flottur upp á síðkastið. KR ingar mættu hins vegar værukærar í síðasta leik og gera allt til að vinna en ég held að þær nái bara að skora eitt mark eins og Stjarnan. Stjarnan er með 20 stig og KR 19 og fari svo að Fylkir tapi sínum leik hirðir sigurliðið hér 5. sætið. Spurningin er hvort liðið langar það meira.

Selfoss 2 - 0 ÍBV (14:00 á morgun)
Fyrir mér er það engin spurning að Selfoss vinnur þennan leik. Áran yfir Selfoss liðinu er þannig að þær þyrstir í árangur og vilja meira. ÍBV hefur gert vel í síðustu tveimur leikjum og eru búnar að tryggja veru sína í deildinni og það skiptir öllu.

Sjá einnig:
Hörður Snævar Jónsson (5 réttir)
Gunnar Birgisson (4 réttir)
Sif Atladóttir (4 réttir)
Jóhann Ingi Hafþórsson (4 réttir)
Svava Rós Guðmundsdóttir (4 réttir)
Bjarni Helgason (4 réttir)
Úlfur Blandon (4 réttir)
Guðrún Arnardóttir (3 réttir)
Atli Sigurjónsson (2 réttir)
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir (2 réttir)
Gunnar Borgþórsson (2 réttir)
Erna Guðrún Magnúsdóttir (2 réttir)
Orri Sigurður Ómarsson (2 réttir)
Sandra María Jessen (2 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir 1 réttur)

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner