Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 20. september 2023 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elmar Atli Garðarsson, leikmaður Vestra, var ánægður með 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leiknum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni, en hefði viljað hafa sigurinn stærri.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Silas Songani skoraði eina mark leiksins en þau hefðu getað verið fleiri.

„Við hefðum getað gert betur og skorað fleiri mörk, en eins og leikurinn spilaðist, sérstaklega í seinni hálfleik þá tökum við 1-0 stöðu,“ sagði Elmar við Fótbolta.net.

Umspilsleikirnir eru stærstu leikir í sögu félagsins en liðið á möguleika á að komast í Bestu deildina, sem yrði í fyrsta sinn í sögu félagsins.

„Fullur stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum.“

Fjölnismenn vildu fá vítaspyrnu og rautt spjald á 60. mínútu er varnarmaður Vestra átti að hafa handleikið boltann, en ekkert var dæmt. Elmar taldi liðsfélaga sinn hafa skallað boltann.

„Ég sá það mjög illa en frá mínu sjónarhorni þá skallar hann bara boltann.“

Þó sigurinn hefði getað verið stærri er Elmar ánægður með að vera í 1-0 í hálfleik í þessu einvígi.

„Að sjálfsögðu, en eins og ég sagði áðan úr því sem komið er tökum við bara 1-0 stöðu, sem er flott,“ sagði Elmar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner