Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mið 20. september 2023 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elmar Atli Garðarsson, leikmaður Vestra, var ánægður með 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leiknum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni, en hefði viljað hafa sigurinn stærri.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Silas Songani skoraði eina mark leiksins en þau hefðu getað verið fleiri.

„Við hefðum getað gert betur og skorað fleiri mörk, en eins og leikurinn spilaðist, sérstaklega í seinni hálfleik þá tökum við 1-0 stöðu,“ sagði Elmar við Fótbolta.net.

Umspilsleikirnir eru stærstu leikir í sögu félagsins en liðið á möguleika á að komast í Bestu deildina, sem yrði í fyrsta sinn í sögu félagsins.

„Fullur stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum.“

Fjölnismenn vildu fá vítaspyrnu og rautt spjald á 60. mínútu er varnarmaður Vestra átti að hafa handleikið boltann, en ekkert var dæmt. Elmar taldi liðsfélaga sinn hafa skallað boltann.

„Ég sá það mjög illa en frá mínu sjónarhorni þá skallar hann bara boltann.“

Þó sigurinn hefði getað verið stærri er Elmar ánægður með að vera í 1-0 í hálfleik í þessu einvígi.

„Að sjálfsögðu, en eins og ég sagði áðan úr því sem komið er tökum við bara 1-0 stöðu, sem er flott,“ sagði Elmar í lokin.
Athugasemdir
banner