Elmar Atli Garðarsson, leikmaður Vestra, var ánægður með 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leiknum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni, en hefði viljað hafa sigurinn stærri.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 0 Fjölnir
Silas Songani skoraði eina mark leiksins en þau hefðu getað verið fleiri.
„Við hefðum getað gert betur og skorað fleiri mörk, en eins og leikurinn spilaðist, sérstaklega í seinni hálfleik þá tökum við 1-0 stöðu,“ sagði Elmar við Fótbolta.net.
Umspilsleikirnir eru stærstu leikir í sögu félagsins en liðið á möguleika á að komast í Bestu deildina, sem yrði í fyrsta sinn í sögu félagsins.
„Fullur stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum.“
Fjölnismenn vildu fá vítaspyrnu og rautt spjald á 60. mínútu er varnarmaður Vestra átti að hafa handleikið boltann, en ekkert var dæmt. Elmar taldi liðsfélaga sinn hafa skallað boltann.
„Ég sá það mjög illa en frá mínu sjónarhorni þá skallar hann bara boltann.“
Þó sigurinn hefði getað verið stærri er Elmar ánægður með að vera í 1-0 í hálfleik í þessu einvígi.
„Að sjálfsögðu, en eins og ég sagði áðan úr því sem komið er tökum við bara 1-0 stöðu, sem er flott,“ sagði Elmar í lokin.
Athugasemdir