Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mið 20. september 2023 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elmar Atli Garðarsson, leikmaður Vestra, var ánægður með 1-0 sigurinn á Fjölni í fyrri leiknum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni, en hefði viljað hafa sigurinn stærri.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Fjölnir

Silas Songani skoraði eina mark leiksins en þau hefðu getað verið fleiri.

„Við hefðum getað gert betur og skorað fleiri mörk, en eins og leikurinn spilaðist, sérstaklega í seinni hálfleik þá tökum við 1-0 stöðu,“ sagði Elmar við Fótbolta.net.

Umspilsleikirnir eru stærstu leikir í sögu félagsins en liðið á möguleika á að komast í Bestu deildina, sem yrði í fyrsta sinn í sögu félagsins.

„Fullur stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum.“

Fjölnismenn vildu fá vítaspyrnu og rautt spjald á 60. mínútu er varnarmaður Vestra átti að hafa handleikið boltann, en ekkert var dæmt. Elmar taldi liðsfélaga sinn hafa skallað boltann.

„Ég sá það mjög illa en frá mínu sjónarhorni þá skallar hann bara boltann.“

Þó sigurinn hefði getað verið stærri er Elmar ánægður með að vera í 1-0 í hálfleik í þessu einvígi.

„Að sjálfsögðu, en eins og ég sagði áðan úr því sem komið er tökum við bara 1-0 stöðu, sem er flott,“ sagði Elmar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner