Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 20. september 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir æfingu í dag.
Fyrir æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf gott að koma heim í ferska loftið. Ég er alveg komin með ógeð af hitanum þarna úti," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

„Það er alltaf góð stemning í hópnum og manni líður alltaf vel hérna."

Framundan eru fyrstu leikirnir í Þjóðadeildinni þar sem Wales og Þýskaland eru andstæðingarnir. „Ég skil ekkert hvernig keppnin virkar en við tökum bara einn leik í einu. Við erum í hörkuriðli með skemmtilegum liðum. Þetta verða allt hörkuleikir og ég er mjög spennt."

Fyrsti leikurinn er gegn Wales á heimavelli á föstudaginn. „Við spiluðum við þær hérna á árinu og það var mjög slakur leikur af okkar hálfu held ég. En auðvitað voru leikmenn að koma úr undirbúningstímabili og svoleiðis. Þær eru með hörkulið en við ætlum að horfa á þeirra veikleika og reyna að sækja á þá. Og spila á þeim."

Það er ekki á hverjum degi sem við fáum heimaleik á Laugardalsvelli og tilvalið fyrir fólk að skella sér á völlinn á föstudagskvöldi.

„Jú, klárlega. Við ætlum að bæta upp fyrir síðasta heimaleik gegn Finnlandi sem var ekki nógu góður fyrir framan endalaust af stelpum af Símamótinu. Það situr í manni. Við ætlum að bæta upp fyrir það," segir Karólína.

Skipti yfir til Bayer Leverkusen
Karólína skipti yfir til Bayer Leverkusen á láni frá Bayern München í sumar. Hún var aðeins spurð út í skiptin.

„Þetta var alltaf í hausnum á manni, hvort maður eigi ekki að fara á láni. Það var komið samkomulag fyrir lok síðasta tímabils þannig að ég fékk minn tíma til finna lið til að fara í. Mér leist best á Leverkusen og ég er mjög bjartsýn fyrir því. Það býr mikið í liðinu og ég held að við getum gert góða hluti."

Leverkusen tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og hennar stöllum í Wolfsburg.

„Við fengum kannski ekki léttasta leikinn í fyrsta leik... labbar Sveindís hérna framhjá," sagði Karólína og hló. „Þetta var smá skellur, ekki alveg nógu gott. En við sýndum að við getum spilað góðan fótbolta og við munum byggja á því."

Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja Bayern en hún er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir. Planið er að snúa aftur eftir lánssamninginn en það verður að koma betur í ljós hvað gerist. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner