Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
   mið 20. september 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
watermark Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Fyrir æfingu í dag.
Fyrir æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alltaf gott að koma heim í ferska loftið. Ég er alveg komin með ógeð af hitanum þarna úti," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

„Það er alltaf góð stemning í hópnum og manni líður alltaf vel hérna."

Framundan eru fyrstu leikirnir í Þjóðadeildinni þar sem Wales og Þýskaland eru andstæðingarnir. „Ég skil ekkert hvernig keppnin virkar en við tökum bara einn leik í einu. Við erum í hörkuriðli með skemmtilegum liðum. Þetta verða allt hörkuleikir og ég er mjög spennt."

Fyrsti leikurinn er gegn Wales á heimavelli á föstudaginn. „Við spiluðum við þær hérna á árinu og það var mjög slakur leikur af okkar hálfu held ég. En auðvitað voru leikmenn að koma úr undirbúningstímabili og svoleiðis. Þær eru með hörkulið en við ætlum að horfa á þeirra veikleika og reyna að sækja á þá. Og spila á þeim."

Það er ekki á hverjum degi sem við fáum heimaleik á Laugardalsvelli og tilvalið fyrir fólk að skella sér á völlinn á föstudagskvöldi.

„Jú, klárlega. Við ætlum að bæta upp fyrir síðasta heimaleik gegn Finnlandi sem var ekki nógu góður fyrir framan endalaust af stelpum af Símamótinu. Það situr í manni. Við ætlum að bæta upp fyrir það," segir Karólína.

Skipti yfir til Bayer Leverkusen
Karólína skipti yfir til Bayer Leverkusen á láni frá Bayern München í sumar. Hún var aðeins spurð út í skiptin.

„Þetta var alltaf í hausnum á manni, hvort maður eigi ekki að fara á láni. Það var komið samkomulag fyrir lok síðasta tímabils þannig að ég fékk minn tíma til finna lið til að fara í. Mér leist best á Leverkusen og ég er mjög bjartsýn fyrir því. Það býr mikið í liðinu og ég held að við getum gert góða hluti."

Leverkusen tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og hennar stöllum í Wolfsburg.

„Við fengum kannski ekki léttasta leikinn í fyrsta leik... labbar Sveindís hérna framhjá," sagði Karólína og hló. „Þetta var smá skellur, ekki alveg nógu gott. En við sýndum að við getum spilað góðan fótbolta og við munum byggja á því."

Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja Bayern en hún er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir. Planið er að snúa aftur eftir lánssamninginn en það verður að koma betur í ljós hvað gerist. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner