André Onana, markvörður Manchester United, var ekkert að skafa utan af hlutunum eftir 4-3 tapið gegn Bayern München og viðurkenndi þar að mistök hans kostuðu liðið.
Kamerúnski markvörður kom til United frá Inter í sumar, en hefur alls ekki verið sannfærandi í fyrstu leikjum sínum með liðinu.
Í kvöld gerði hann mistök sem kostuðu liðið. Leroy Sane átti skot sem Onana virtist vera með á hreinu, en varði í staðinn boltann í netið.
Onana tók alla ábyrgð á því hvernig fór í kvöld.
„Þetta er erfitt. Við byrjuðum mjög vel, en eftir að ég gerði mistökin misstum við stjórnina á leiknum. Þetta er erfið staða fyrir bæði mig og okkur sem lið.“
„Liðið lenti 1-0 undir út af þessum mistökum. Ég verð að læra af þessu og vera sterkur. Ég er ánægður með endurkomu liðsins.“
„Ég hef margt að sanna. Byrjun mín hjá Manchester United hefur ekki verið nógu góð, alls ekki eins og ég vil hafa þetta. Þetta var einn minn versti leikur.“
„Þetta er erfiður tími en við verðum að standa saman og leggja hart að okkur,“ sagði Onana.
Athugasemdir