sun 20. nóvember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvort viltu að Messi eða Ronaldo vinni? - Síðasti dans þeirra beggja
Tíu sérfræðingar svara tíu spurningum fyrir HM
Fleiri af sérfræðingunum vilja að Messi vinni mótið.
Fleiri af sérfræðingunum vilja að Messi vinni mótið.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Tveir bestu fótboltamenn sögunnar.
Tveir bestu fótboltamenn sögunnar.
Mynd: Getty Images
HM í Katar hefst í dag. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað verður af stað.

Næst er það spurningin: Hvort viltu frekar að Messi eða Ronaldo vinni mótið?

Arnar Laufdal, Fótbolti.net
Næst erfiðasta spurningin hvað varðar þetta mót að mínu mati. Eins og allir þá þrái ég Portúgal - Argentína í úrslitaleiknum, ég fæ nánast gæsahúð bara við það að hugsa um þann úrslitaleik. Þetta er mjög erfitt val að mínu mati en ef það væri byssa við ennið á mér og ég þyrfti að velja sigurvegara milli þessara tveggja bestu leikmanna sögunnar, þá segi ég Lionel Messi.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV
Messi alltaf!

Gunnar Birgisson, RÚV
Messi alla leið, margir að tala um það hversu flottur hann er í boltanum en mér finnst alltof oft gleymast að hann er fyrst og fremst frábær manneskja.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV
Ronaldo. Hann þarf aðeins meira á því að halda eftir mikið basl í United síðustu mánuði.

Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan
Allan daginn Messi og vona svo innilega að það gerist. Myndi líklegast gráta úr gleði.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Leiðinlegasta og þreyttasta umræða allra tíma er samanburður þeirra. En ég væri til í að sjá besta leikmann frá upphafi fótboltans frekar vinna mótið - Ronaldo.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH
Messi.

Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding
Ég elska Messi og hef alltaf gert það en ég er hundrað sinnum meiri Ronaldo maður, ég myndi kveikja í blokkinni minni ef það myndi tryggja að Ronaldo myndi vinna þetta mót, ég er það harður Ronaldo maður.

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
Messi. Hann þarf svo miklu, miklu meira á því að halda í arfleiðarbaráttunni við Maradona. Ég er bara farinn að vorkenna honum þegar kemur að þeim eilífa ríg í Argentínu.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur
Allan daginn Messi!

Sjá einnig:
Með hvaða liði heldur þú?
Hvaða lið kemur á óvart?
Hvaða lið kemur á óvart?
Mest spennandi leikurinn í riðlakeppninni?
Hvað finnst þér um að HM fari fram að vetri til?
Hver verður markakóngur?
Hver á að vera í markinu hjá Brasilíu?
Hvernig mun Englandi vegna á mótinu?
Hvort viltu frekar að Messi eða Ronaldo vinni mótið
Athugasemdir
banner
banner
banner