
Ekvador yfirspilaði Katar og vann virkilega verðskuldaðan 2-0 sigur í opnunarleik HM. Gestgjafarnir náðu engum takti og voru ósannfærandi í öllum sínum aðgerðum.
Heimir Hallgrímsson viðurkenndi í fréttum RÚV í kvöld að hann hafði ekki búist við leiknum svona.
Heimir Hallgrímsson viðurkenndi í fréttum RÚV í kvöld að hann hafði ekki búist við leiknum svona.
„Nei og í raun enginn hér í Katar. Það voru allir búnir að bíða spenntir eftir því að sjá fyrsta leik. Núna kom hann og þessi frumraun var frekar slök, þeir munu fá að heyra það í fjölmiðlum á morgun," sagði Heimir.
Lið Katar fór sérstaka leið í sínum undirbúningi fyrir mótið og var í æfingabúðum, í stað þess að leikmenn væru að keppa í keppnisleikjum með sínum félagsliðum.
Því miður fyrir Katar er líklegt að möguleiki liðsins á að komast upp úr riðlinum sé þegar úti, ef miðað er við styrkleika hinna liða riðilsins. Holland og Senegal mætast á morgun.
Hér má sjá það helsta úr leiknum en Enner Valencia, leikmaður Fenerbahce, skoraði bæði mörkin í leiknum:
Allt það helsta úr sigri Ekvador gegn Katar. Enner Valencia fór á kostum í leiknum en al-Sheeb markvörður Katara vill sennilega gleyma honum sem fyrst. pic.twitter.com/Q8zxh7ovrD
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 20, 2022
Athugasemdir