Tyrkneski dómarinn Halil Umut Meler segir að hann muni aldrei fyrirgefa Faruk Koca, fyrrum forseta MKE Ankaragucu. Koca kýldi Meler niður í grasið eftir fótboltaleik sem fram fór 11. desember.
Koca óð inn á völlinn eftir að lið hans fékk á sig jöfnunarmark á 97. mínútu í leik gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni.
„Nei, ég fyrirgef ekki Koca og mun aldrei gera. Ég var kýldur niður í jörðina og þá var sparkað í mig. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Ég mun ekki á nokkurn hátt fyrirgefa þetta,“ sagði Meler við fjölmiðla.
Koca óð inn á völlinn eftir að lið hans fékk á sig jöfnunarmark á 97. mínútu í leik gegn Caykur Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni.
„Nei, ég fyrirgef ekki Koca og mun aldrei gera. Ég var kýldur niður í jörðina og þá var sparkað í mig. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Ég mun ekki á nokkurn hátt fyrirgefa þetta,“ sagði Meler við fjölmiðla.
Koca hefur verið settur í bann af tyrkneska fótboltasambandinu. Ankaragucu fékk sekt og liðinu skipað að spila fimm heimaleiki án stuðningsmanna.
Athugasemdir