Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. desember 2023 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Forsetinn í lífstíðarbann eftir árásina fólskulegu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Faruk Koca, forseti Ankaragucu í efstu deild tyrkneska boltans, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta af tyrkneska knattspyrnusambandinu.

Koca gerðist sekur um að kýla dómara leiksins þegar hans menn í Ankaragucu fengu jöfnunarmark á sig á 97. mínútu leiks gegn Rizespor.

Koca var ekki sáttur með hversu seint jöfnunarmarkið kom í uppbótartímann og lét dómarann finna fyrir því.

   12.12.2023 17:41
Forsetinn baðst afsökunar og sagði af sér - „Ætlaði bara að hrækja framan í hann“


Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur einnig dæmt Ankaragucu til að borga um 50 þúsund evrur í sekt og þá mun liðið spila næstu fimm heimaleiki án stuðningsmanna.

Fótboltinn í Tyrklandi var settur á pásu eftir þetta atvik og öllum leikjum í landinu frestað.

Koca var handtekinn eftir árásina fólskulegu og getur búist við ákæru.

   12.12.2023 08:11
Fótboltinn í Tyrklandi stöðvaður eftir árásina á dómarann


Gianni Infantino, forseti FIFA, tjáði sig um málið og tók skírt fram að svona hegðun gæti ekki liðist í fótboltaheiminum.

Ankaragucu er í neðri hluta efstu deildar í Tyrklandi, með 18 stig eftir 15 umferðir.

Halil Umut Meler, umræddur dómari, er einn af fremstu dómurum tyrkneska boltans og segir það ekki koma til greina að hætta störfum útaf þessu atviki.

   13.12.2023 13:30
Erdogan ræddi við dómarann á sjúkrahúsinu

Athugasemdir
banner