sun 21. febrúar 2021 21:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Dramatískur uppbótartími í Benevento
Glik á leið í bókina
Glik á leið í bókina
Mynd: Getty Images
Benevento 0 - 0 Roma
Rautt spjald: Kamal Glik og Filippo Inzaghi (Benevento)

Lokaleik helgarinnar í ítölsku Serie A fór fram Stadio Ciro Vigorito í Benevento í kvöld.

Heimamenn, undir stjórn Filippo Inzaghi eru um miðja deild á meðan Roma er í harðri toppbaráttu.

Roma var með talsverða yfirburði í leiknum en tókst ekki að skora. Pólverjinn Kamal Glik var ekki beint að hjálpa samherjum sínum í Benevento með því að fá sitt annað gula spjald á 57. mínútu og léku heimamenn því manni færri í rúman hálftíma.

Það tókst gestunum takmarkaði að nýta sér. Rick Karsdorp fékk gott á 64. mínútu en tókst ekki að skora, Lítið var að frétta fram í uppbótartíma en Lorenzo Pellegrini fékk fínasta færi undir blálokin en því miður fyrir Rómverja komst varnarmaður fyrir. Stuttu seinna fékk Inzaghi að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

Roma virtist vera að fá vítaspyrnu þegar komið var fram á sjöttu mínútu uppbótartíma en eftir skoðun í VAR var um rangstöðu að ræða og því ekki hægt að dæma vítaspyrnu. Leiknum lauk skömmu síðar, markalaust jafntefli niðurstaðan.

Roma er níu stigum á eftir toppliði Inter sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner