Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2023 09:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gætu unnið allt en það myndi enga þýðingu hafa
Man Utd fagnar marki.
Man Utd fagnar marki.
Mynd: EPA
Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani.
Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani.
Mynd: Jassim Bin Hamad Al Thani
Síðasta föstudag bárust tvö tilboð í Manchester United. Annað þeirra var frá katarska bankastjóranum, Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani, og hitt var frá Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manni Bretlandseyja.

Talsmenn Jassim fullyrða að hann muni staðgreiða upphæðina fyrir félagið, hreinsa allar skuldir og fjárfesta mikið á öllum sviðum félagsins. Hann muni gera það í gegnum fjárfestingafyrirtæki sem hefur verið stofnað og kallast 'Nine Two Foundation'.

Talið er að tilboðið frá Jassim sé upp á 5 milljarða punda en það myndi gera United að dýrasta íþróttafélagi sögunnar.

Það er talið líklegast að Man Utd fari í hendur Katara sem er með mikil tengsl við konungsfjölskylduna þar í landi. Miguel Delaney, fréttamaður á Independent, skrifar um að ef United fari í hendur Katara þá verði félagið bara enn eitt tólið í íþróttahvítþvotti sem er núna orðinn svo algengur. Það eru nú þegar fleiri dæmi um slíkt í ensku úrvalsdeildinni; að ríki eigi félög til að bæta ímynd sína. Sjáið bara Newcastle og Manchester City.

„Það er nú raunverulegur möguleiki að stærsta stofnun enska boltans verði stærsta félag heims til þess að standa fyrir íþróttahvítþvotti," skrifar Delaney og bætir við:

„Í því samhengi gætu þeir unnið allt og það myndi hafa enga þýðingu."

Sjá einnig:
Líklegastur til að eignast Man Utd en lítið er vitað um hann


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner