Luke Shaw gæti verið frá út tímabilið eftir að hafa orðið fyrir enn einum meiðslunum.
Shaw var tekinn af velli í hálfleik í leik liðsins gegn Aston Villa í síðustu viku en var í byrjunarliðinu gegn Luton um helgina og þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks.
Hann var fjarverandi fyrstu þrjá mánuðina á tímabilinu og Daily Mail greinir frá því að hann gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik á tímabilinu.
Mikil meiðslavandræði eru í leikmannahópi Man Utd en Diogo Dalot hefur leyst Shaw af hólmi þar sem Tyrell Malacia er einnig meiddur. Nú er Dalot í hægri bakverði þar sem Aaron Wan-Bissaka er einnig á meiðslalistanum.
Þetta er einnig áhyggjuefni fyrir enska landsliðið sem undirbýr sig fyrir EM í sumar en Shaw getur líklega ekki tekið þátt í æfingaleikjum liðsins gegn Brasilíu og Belgíu í næsta mánuði.