Vestri tilkynnti í vikunni um komu Matias Niemelä til félagsins. Finnski markmaðurinn skrifar undir þriggja ára samning við Vestra en í sömu tilkynningu var sagt frá því að hann færi á láni til Grindavíkur í sumar.
Niemelä er 23 ára og hefur spilað í efstu og næstefstu deild Finnlands. Hann á að baki tólf unglingalandsleiki.
Fótbolti.net ræddi við Samúel Samúelsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, um komu Niemelä.
Niemelä er 23 ára og hefur spilað í efstu og næstefstu deild Finnlands. Hann á að baki tólf unglingalandsleiki.
Fótbolti.net ræddi við Samúel Samúelsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, um komu Niemelä.
„Pælingin er sú að við teljum þetta vera gríðarlega góðan markmann. Hann bara datt upp í hendurnar á okkur. Við erum með þrjá markmenn hjá okkur núna, erum með tvo af þeim á samningi sem rennur út eftir tímabilið. Við mátum það þannig að við ættum að semja við hann og lána hann. Við sjáum að hann gæti orðið flottur markmaður fyrir okkur, þess vegna strax á næsta ári," segir Sammi.
„Þetta er langtímapæling, ekki það að við séum að fara að losa okkur við markmennina okkar, en bæði Guy Smit og Benjamin Schubert eru bara með samning út komandi tímabil. Þetta gefur okkur smá öryggi, sama hvort Matias verði númer eitt eða tvö á næsta ári."
Hvernig kemur Grindavík upp sem möguleiki?
„Svo ég segi alveg satt þá áttum við erfitt með að taka inn fjórða markmann og bæta honum við, 'budget'-lega. Þegar það kom upp að Grindavík vantaði markmann, og við vissum að þessi markmaður væri klárlega nógu góður til að spila í Lengjudeildinni, þá sáum við leik á borði að semja við hann og koma honum á lán, í stað þess að gera ekkert og missa hann."
Benedikt Jóhann Snædal (2006) er í dag þriðji markmaður Vestra. Hann lék með Herði á síðasta tímabili og verður mögulega lánaður í venslaliðið fyrir tímabilið.
Athugasemdir