„Við gáfum í rauninni aldrei færi á okkur í þessum leik, við skorum tvö mörk, héldum boltanum vel og ég er ánægður með þennan leik," sagði Óskar Örn Hauksson eftir 2-0 sigur á Víkingum í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 2 KR
Óskar skoraði bæði mörk KR í leiknum og er erfitt að mótmæla því að sigurinn hafi verið sanngjarn.
Hann er ánægður með þá dönsku leikmenn sem KR hefur fengið til sín og segir þá vera á hærri standard en undanfarin ár.
„Við höfum séð það á síðustu árum að það koma útlendingar á hærri standard en vanalega, það sést og það er jákvætt."
Seinna mark Óskars var afar glæsilegt en það var skot frá eigin vallarhelmingi sem fór í boga yfir Róbert í markinu og í netið.
„Þetta voru góð mörk, Robbi spilar framarlega, ég sá hann vera framarlega þegar ég fékk boltann og hann lá vel fyrir mér, ég fann það þegar ég snerti hann í seinna markinu að þetta var góður möguleiki."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























