Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   mán 21. apríl 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane: Eins og heimurinn sé að farast ef Trent fer
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold var hetja Liverpool í gær þegar hann skoraði eina mark leiksins í sigri á Leicester.

Sigurinn þýðir að Liverpool þarf aðeins að næla í einn sigur í viðbót til að verða Englandsmeistari.

Umræðan eftir leikinn hefur snúist mikið um framtíð leikmannsins en hann er sagður á leið til Real Madrid. Roy Keane, sérfærðingur hjá Sky Sports, segir að Liverpool þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur.

„Við tölum um Trent sem er stórkostlegur leikmaður en það er eins og heimurinn sé að farast ef hann fer. Ef hann fer óskar maður honum alls hins besta. Hann hefur gert stórkostlega hluti, verið frábær þjónn," sagði Keane.

„Hann hefur verið frábær fyrir Liverpool en ég er viss um að liðið muni lifa þetta af. Betri leikmenn hafa yfirgefið félagið og þeim hefur gengið vel."
Athugasemdir
banner