Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
   sun 21. maí 2017 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Gísli Eyjólfs: Þetta er kærkomið
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks.
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var í skýjunum með 3-2 sigur liðsins á Víking í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Blika á tímabilinu.

Gísli var afar öflugur hjá Blikum en hann lagði upp fyrsta marki á Hrvoje Tokic og var þeirra öflugasti maður fram á við.

Blikar höfðu tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni fram að þessum leik og hafði hann og liðsfélagar hans ástæðu til þess að fagna.

„Þetta var kærkomið að ná þessu loksins hérna. Þetta mátti koma löngu fyrr en gott að fá þrjá punkta í dag," sagði Gísli.

„Við erum búnir að fara yfir föstu leikatriðin en kannski datt þetta meira inn í dag en í hinum leikjunum. Menn eru alltaf gíraðir, skiptir engu máli hvernig þetta er búið að fara."

„Við erum bara að fara í einvígi, vinna þau og þá kemur baráttan og viljinn og maður gerir þetta fyrir félaga sína,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner