Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
banner
   sun 21. maí 2017 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Gísli Eyjólfs: Þetta er kærkomið
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks.
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var í skýjunum með 3-2 sigur liðsins á Víking í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Blika á tímabilinu.

Gísli var afar öflugur hjá Blikum en hann lagði upp fyrsta marki á Hrvoje Tokic og var þeirra öflugasti maður fram á við.

Blikar höfðu tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni fram að þessum leik og hafði hann og liðsfélagar hans ástæðu til þess að fagna.

„Þetta var kærkomið að ná þessu loksins hérna. Þetta mátti koma löngu fyrr en gott að fá þrjá punkta í dag," sagði Gísli.

„Við erum búnir að fara yfir föstu leikatriðin en kannski datt þetta meira inn í dag en í hinum leikjunum. Menn eru alltaf gíraðir, skiptir engu máli hvernig þetta er búið að fara."

„Við erum bara að fara í einvígi, vinna þau og þá kemur baráttan og viljinn og maður gerir þetta fyrir félaga sína,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner