Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 21. maí 2024 22:20
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 Rúnar Kristinsson þjálfari Fram virtist nokkuð sáttur með stig í kvöld eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við ÍA á heimavelli. Þetta var opinn leikur og mikið af færum á báða bóga, og í raun ótrúlegt að það hafi ekki verið skorað fleiri mörk.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

„Það var góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn" Segir Rúnar þegar hann var spurður hvernig það skyldi ekki hafa verið skorað fleiri mörk.

„Við erum búnir að vera fínir hingað til, en við verðum að halda þessu áfram og hafa trú á því sem við erum að gera. Við erum að byggja okkar leik á sterkum varnarleik og það hefur heppnast ágætlega. Við þurfum bara að bæta okkur sóknarlega og kannski að skora fleiri mörk. En það er alltaf það að finna þetta jafnvægi þar á milli. Við erum bara að þroskast, við erum að bæta okkur, og erum að verða betri. Maður vill bæði sjá liðið spila góðan fótbolta, en að geta síðan varist vel þegar við erum ekki með hann. Maður vill sjá smá bætingu í okkar leik."

Viktor Bjarki Daðason kemur inn á í seinni hálfleik og færi algjört dauðafæri á lokasekúndunum til að vinna leikinn en lét verja frá sér. Hann er aðeins 16 ára gamall og það gæti verið vont fyrir svona ungan mann að klúðra svona færi.

„Eina sem ég sagði við hann var bara að það er frábært fyrir senter að koma sér í þetta færi. Hann er á réttum stað og tekur rétta hlaupið, svo bara gerir markmaðurinn frábærlega í að loka á hann. Þetta er þröngt og stutt frá marki. Auðvitað vill hann gera betur og hann vill skora en þetta gerist hratt og þú hefur lítinn tíma til að hugsa. Þú í raun reynir bara að hitta boltan og koma honum í átt að marki. Það þarf oft mikið til að markmaðurinn verji en Árni gerði ógeðslega vel í að verja þetta."

Kennie Chopart var ekki með í þessum leik sökum meiðsla en það má ekki búast við honum í næstu leikjum.

„Kennie er frá fram í landsleikja hlé og eitthvað inn í það. Þannig það verður aldrei fyrr en um miðjan júní sem hann verður klár."

Það var dregið í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag og Fram mun fara norður og mæta KA. Rúnari lýst bara vel á það.

„Gaman að eiga við KA, við erum ekki búnir að spila við þá í sumar. Nú munum við eiga við þá tvisvar á skömmum tíma fyrir norðan. Það er erfitt þau ferðalög norður en bara gaman að koma þangað. Flottur völlur, gott lið og bikarinn er bara þannig að þú verður bara að riðja þeim úr vegi sem fyrir þér verða og við þurfum að reyna að vinna þá á útivelli. Bikarinn er bara þannig, það er bara ein leið í honum það er bara að vinna eða tapa."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner