Achraf Hakimi, hægri bakvörður Inter, gæti verið á ferðinni í sumar.
Evrópumeistarar Chelsea eru í viðræðum við Inter að sögn vefmiðilsins Goal, en þar kemur fram að enska úrvalsdeildarfélagið sé tilbúið að leikmenn í skiptum til að minnka verðmiðann.
Það eru tveir leikmenn nefnir í greinninni, sem gætu farið til Inter í skiptum, en leikmennirnir sem um ræðir eru bakverðirnir Marcos Alonso og Davide Zappacosta.
Inter er sagt biðja um 80 milljónir evra fyrir Hakimi en Chelsea ætlar sér að reyna að minnka þá upphæð með því að bjóða leikmenn í skiptum.
Hakimi, sem er 22 ára gamall, er einnig sagður á óskalista Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Athugasemdir