Daily Mirror segir að Manchester United sé búið að taka fram úr Manchester City í baráttunni um að krækja í Sergio Ramos.
Hinn 35 ára gamli Ramos tilkynnti í síðustu viku að hann færi frá Real Madrid eftir sextán ára veru hjá félaginu.
Hinn 35 ára gamli Ramos tilkynnti í síðustu viku að hann færi frá Real Madrid eftir sextán ára veru hjá félaginu.
United er þessa stundina einnig að skoða fyrrum liðsfélaga Ramos, Raphael Varane, en ólíklegt er að United sé tilbúið að greiða það sem Real vill fá fyrir leikmanninn.
Það sé ástæðan fyrir því að United horfi nú til Ramos en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, vill styrkja varnarlínu félagsins.
Athugasemdir