Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 21. júní 2022 21:57
Haraldur Örn Haraldsson
Eiður Smári: Þetta er langtíma verkefni
Mynd: FH-ingar.net

Eiður Smári Guðjohnsen er nýr aðalþjálfari FH og var hann við stjórn í sínum fyrsta leik sumarsins upp á skaga í kvöld. FH og ÍA skildu jöfn 1-1 en veðrið setti stórt strik í reikninginn í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Leikurinn fór fínt. Ég var virkilega ánægður með liðsheildina, með vinnusemi þetta voru erfiðar aðstæður það verður að viðurkennast. Á köflum spiluðum við fínt, vantaði kannski að vera aðeins beinskeyttari en það kemur með tímanum. Ég er ánægður að við skildum sýna svona mikla þolinmæði eftir að hafa lent undir og þá akkúrat þegar þú byrjar að stjórna leiknum miklu betur. En svona er fótboltinn, við hefðum hugsanlega átt að fá víti í seinni hálfleik ég veit það ekki"

Sagði Eiður Smári um gang leiksins. FH er ekki á þeim stað í deildinni sem þeir vilja vera á og stjórn klúbbsins treystir á Eið að lagfæra þá stöðu.

„Þetta er náttúrulega langtíma verkefni við þurfum að rífa okkur upp töfluna það er nokkuð ljóst. Ég held það sé enginn sem er ánægður með stöðuna í deildinni. Við þurfum að koma með aðeins meira sjálfstraust inn í leikina. Við verðum að trúa því að við höfum gæðin til að vinna leiki og koma okkur upp töfluna"

Markið sem FH fær á sig var mjög klaufalegt en Atli Gunnar markvörður liðsins tók of þunga snertingu og Kaj Leo stal boltanum af honum og skoraði úr því.

„Hugsanlega hefðum við átt að spila boltanum fram á við bara aðeins fyrr. Mér fannst ekki vera mikil pressa á okkur en svo bara gerast mistök sem kostaði okkur mark á tímapunkti sem var ekkert of mikil pressa á okkur en þetta er bara hluti af leiknum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar Eiður meira um meiðslin hjá Gunnari Nielsen og leikmannamál. Það var mikið rok á skaganum og því líklega gott að lesa textann með myndbandinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner