Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fös 21. júní 2024 16:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aston Villa fær tvo leikmenn og 25 milljónir fyrir Luiz
Samuel Iling-Junior er á leið til Aston Villa.
Samuel Iling-Junior er á leið til Aston Villa.
Mynd: EPA
Douglas Luiz.
Douglas Luiz.
Mynd: EPA
Aston Villa er að missa lykilmann úr liðinu sínu, Douglas Luiz, til Juventus. Ítalska félagið er að kaupa leikmanninn og sendir, samkvæmt heimildum Sky Sport á Ítalíu, tvo leikmenn til Villa í skiptum.

Aston Villa þarf að passa sig á bókhaldsreglum ensku úrvalsdeildarinnar og er það stór ástæða fyrir sölunni.

Enska félagið fær 22 milljónir evra og mögulegar bónusgreiðslur í framtíðinni fyrir brasiliska miðjumanninn. Auk þess fær Villa tvo leikmenn frá Juventus, þá Enzo Barrenechea og Samuel Iling-Junior.

Fyrr í sumar var planið þannig að Villa fengi Weston McKennie frá Juve en bandaríski landsliðsmaðurinn dró viðræðurnar á langinn svo félögin fóru aðra leið til að ná samkomulagi. Ítalskir miðlar vilja meina að Juventus fái yfir helminginn af næstu sölu á Barrenechea sem er fáheyrt.

Luiz er 26 ára miðjumaður sem kom frá Manchester City fyrir nokkrum árum síðan. Hann hefur verið lykilmaður í liði Villa á síðustu árum og vann sér sæti í brasilíska landsliðshópnum og er nú með liðinu á Copa America.

Barrenechea er 23 ára argentínskur miðjumaður sem lék á láni hjá Frosinone í ítölsku B-deildinni í vetur. Iling-Junior er enskur U21 landsliðsmaður, tvítugur vængmaður, sem kom við sögu í 27 leikjum með Juve í vetur.
Athugasemdir
banner
banner