Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   fös 21. júní 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodri braut nýja reglu og fer í leikbann
Rodri.
Rodri.
Mynd: EPA
Rodri, lykilmaður í spænska landsliðinu, verður í leikbanni í lokaleik Spánar í riðlakeppninni á EM. Spánn mætir þá Albaníu.

Rodri hefur fengið tvö gul spjöld í fyrstu tveimur leikjunum en hann fékk gult spjald í 1-0 sigrinum gegn Ítalíu í gær fyrir að brjóta nýja reglu.

Nýja reglan er sú að einungis fyrirliðinn má tala við dómara leiksins. Rodri kvartaði í dómaranum undir lok fyrri hálfleiks og fékk gult spjald fyrir það.

Rodri missir því af leiknum gegn Albaníu en Spánverjar eru komnir í 16-liða úrslitin og hann verður mættur aftur fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner