„Fyrri hálfleikur ólíkir sjálfum okkur og dof yfir okkur, náðum ekki að fara í svona aggresíva pressu hún var svona full passív fyrir okkur og þetta var ólíkt okkur. Við náðum ekki að komast í takt en að sama skapi þá fáum við dauðafæri í stöðunni 0-0 og mörk breyta leikjum og við verðum að fara refsa aðeins betur fyrir öll færin sem við fáum afþví það er hluti af því að vera í svona hápressu, þú færð fín færi og þá verðuru að taka þau og við gerðum það ekki." sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir 3-1 tapið gegn Breiðablik í Bestu deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 ÍBV
,Fyrstu tvö mörkin, þetta er bæði horn og það er náttúrulega bara rothögg einhverneigin og það setur enþá meiri dofa í leikinn að fá þessi tvö mörk eftir horn. Þetta er frábært fótboltalið en við vorum að verjast því ágætlega en að fá á sig tvö mörk eftir horn er algjör glæpur."
Hermann Hreiðarsson lýtur bjartur á framhaldið sem framundan er hjá ÍBV og tekur síðari hálfleikinn í kvöld sem jákvæðan punkt inn í framhaldið.
„Hvernig menn brugðust við eftir vonbrigðar fyrri hálfleik, gríðarleg vonbrigði svona á margan hátt og við urðum að annaðhvort að bretta upp ermarnar og sína úr hverju við erum gerðir og við gerðum það svo sannarlega í síðari hálfleik og kredit á okkar stráka, maður var stolltur af þeim í síðari hálfleik og við sýndum okkar rétta andlit þar.."