Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fös 21. júlí 2023 20:57
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara sáttur. Sáttur við að mörgu leyti frammistöðuna, mér fannst við góðir upp að teig og upp á síðasta þriðjung að þá svona fannst mér aðeins vanta upp á ákvörðunartökur. Mér fannst við eiga að gefa þeim leik fyrr og kannski svona gerðum þetta fullspennandi í seinni hálfleik. Við vissum líka alltaf að ÍBV kröftugt lið og öflugt og þeir myndu á einhverjum tímpunkti gera áhlaup sem að þeir svo gerðu. Þeir eru með öfluga menn og fínir í teignum og menn sem krossa vel þannig þetta var aldrei eitthvað brjálæðislega þægilegt þó við höfum silgt þessu heim ágætlega solid, þeir fengu ekki mikið af færum að þá var þetta ekki þægilegur leikur og er það sjaldnast á móti ÍBV." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir 3-1 sigurinn á ÍBV í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

„Uppleggið var bara það þú veist það að það er erfitt kannski að ná takti þegar þú gerir gerir sex breytingar í hverri einustu viku og þannig við svona fækkuðum aðeins breytingunum og reyna að búa til aðeins meiri stöðuleika. Uppleggið var bara að keyra á þá frá byrjun og ekkert endilega stíga af bremmsunni í síðari hálfleik og ekki fara af bensíngjöfinni." 

Framundan eru tveir leikir gegn FC Kaupamannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en Breiðablik byrjar heima leik sem er núna á þriðjudaginn næstkomandi og fara svo í útileik viku síðar. Hvernig lýst Óskari á það verkefni? 

„Mér lýst bara frábærlega á þetta, ég held að þetta verði mjög skemmtilegt verkefni að mæta FC Kaupmannahöfn, þeir eru auðvitað stórt félag, danskir meistarar og með mikla Evrópuhefð og voru í riðlakeppninni á síðasta ári og þetta er bara fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum. Við mætum þeim hérna á heimavelli og þurfum að mæta með kassan úti og sjálfstraustið í botni og keyra á þá frá fyrstu mínútu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner