Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fös 21. júlí 2023 20:57
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara sáttur. Sáttur við að mörgu leyti frammistöðuna, mér fannst við góðir upp að teig og upp á síðasta þriðjung að þá svona fannst mér aðeins vanta upp á ákvörðunartökur. Mér fannst við eiga að gefa þeim leik fyrr og kannski svona gerðum þetta fullspennandi í seinni hálfleik. Við vissum líka alltaf að ÍBV kröftugt lið og öflugt og þeir myndu á einhverjum tímpunkti gera áhlaup sem að þeir svo gerðu. Þeir eru með öfluga menn og fínir í teignum og menn sem krossa vel þannig þetta var aldrei eitthvað brjálæðislega þægilegt þó við höfum silgt þessu heim ágætlega solid, þeir fengu ekki mikið af færum að þá var þetta ekki þægilegur leikur og er það sjaldnast á móti ÍBV." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir 3-1 sigurinn á ÍBV í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

„Uppleggið var bara það þú veist það að það er erfitt kannski að ná takti þegar þú gerir gerir sex breytingar í hverri einustu viku og þannig við svona fækkuðum aðeins breytingunum og reyna að búa til aðeins meiri stöðuleika. Uppleggið var bara að keyra á þá frá byrjun og ekkert endilega stíga af bremmsunni í síðari hálfleik og ekki fara af bensíngjöfinni." 

Framundan eru tveir leikir gegn FC Kaupamannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en Breiðablik byrjar heima leik sem er núna á þriðjudaginn næstkomandi og fara svo í útileik viku síðar. Hvernig lýst Óskari á það verkefni? 

„Mér lýst bara frábærlega á þetta, ég held að þetta verði mjög skemmtilegt verkefni að mæta FC Kaupmannahöfn, þeir eru auðvitað stórt félag, danskir meistarar og með mikla Evrópuhefð og voru í riðlakeppninni á síðasta ári og þetta er bara fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum. Við mætum þeim hérna á heimavelli og þurfum að mæta með kassan úti og sjálfstraustið í botni og keyra á þá frá fyrstu mínútu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner