Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 21. júlí 2023 20:57
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara sáttur. Sáttur við að mörgu leyti frammistöðuna, mér fannst við góðir upp að teig og upp á síðasta þriðjung að þá svona fannst mér aðeins vanta upp á ákvörðunartökur. Mér fannst við eiga að gefa þeim leik fyrr og kannski svona gerðum þetta fullspennandi í seinni hálfleik. Við vissum líka alltaf að ÍBV kröftugt lið og öflugt og þeir myndu á einhverjum tímpunkti gera áhlaup sem að þeir svo gerðu. Þeir eru með öfluga menn og fínir í teignum og menn sem krossa vel þannig þetta var aldrei eitthvað brjálæðislega þægilegt þó við höfum silgt þessu heim ágætlega solid, þeir fengu ekki mikið af færum að þá var þetta ekki þægilegur leikur og er það sjaldnast á móti ÍBV." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir 3-1 sigurinn á ÍBV í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

„Uppleggið var bara það þú veist það að það er erfitt kannski að ná takti þegar þú gerir gerir sex breytingar í hverri einustu viku og þannig við svona fækkuðum aðeins breytingunum og reyna að búa til aðeins meiri stöðuleika. Uppleggið var bara að keyra á þá frá byrjun og ekkert endilega stíga af bremmsunni í síðari hálfleik og ekki fara af bensíngjöfinni." 

Framundan eru tveir leikir gegn FC Kaupamannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en Breiðablik byrjar heima leik sem er núna á þriðjudaginn næstkomandi og fara svo í útileik viku síðar. Hvernig lýst Óskari á það verkefni? 

„Mér lýst bara frábærlega á þetta, ég held að þetta verði mjög skemmtilegt verkefni að mæta FC Kaupmannahöfn, þeir eru auðvitað stórt félag, danskir meistarar og með mikla Evrópuhefð og voru í riðlakeppninni á síðasta ári og þetta er bara fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum. Við mætum þeim hérna á heimavelli og þurfum að mæta með kassan úti og sjálfstraustið í botni og keyra á þá frá fyrstu mínútu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner