Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fös 21. júlí 2023 20:57
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara sáttur. Sáttur við að mörgu leyti frammistöðuna, mér fannst við góðir upp að teig og upp á síðasta þriðjung að þá svona fannst mér aðeins vanta upp á ákvörðunartökur. Mér fannst við eiga að gefa þeim leik fyrr og kannski svona gerðum þetta fullspennandi í seinni hálfleik. Við vissum líka alltaf að ÍBV kröftugt lið og öflugt og þeir myndu á einhverjum tímpunkti gera áhlaup sem að þeir svo gerðu. Þeir eru með öfluga menn og fínir í teignum og menn sem krossa vel þannig þetta var aldrei eitthvað brjálæðislega þægilegt þó við höfum silgt þessu heim ágætlega solid, þeir fengu ekki mikið af færum að þá var þetta ekki þægilegur leikur og er það sjaldnast á móti ÍBV." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir 3-1 sigurinn á ÍBV í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

„Uppleggið var bara það þú veist það að það er erfitt kannski að ná takti þegar þú gerir gerir sex breytingar í hverri einustu viku og þannig við svona fækkuðum aðeins breytingunum og reyna að búa til aðeins meiri stöðuleika. Uppleggið var bara að keyra á þá frá byrjun og ekkert endilega stíga af bremmsunni í síðari hálfleik og ekki fara af bensíngjöfinni." 

Framundan eru tveir leikir gegn FC Kaupamannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en Breiðablik byrjar heima leik sem er núna á þriðjudaginn næstkomandi og fara svo í útileik viku síðar. Hvernig lýst Óskari á það verkefni? 

„Mér lýst bara frábærlega á þetta, ég held að þetta verði mjög skemmtilegt verkefni að mæta FC Kaupmannahöfn, þeir eru auðvitað stórt félag, danskir meistarar og með mikla Evrópuhefð og voru í riðlakeppninni á síðasta ári og þetta er bara fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum. Við mætum þeim hérna á heimavelli og þurfum að mæta með kassan úti og sjálfstraustið í botni og keyra á þá frá fyrstu mínútu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner