Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   fös 21. júlí 2023 20:57
Anton Freyr Jónsson
Óskar Hrafn: Fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara sáttur. Sáttur við að mörgu leyti frammistöðuna, mér fannst við góðir upp að teig og upp á síðasta þriðjung að þá svona fannst mér aðeins vanta upp á ákvörðunartökur. Mér fannst við eiga að gefa þeim leik fyrr og kannski svona gerðum þetta fullspennandi í seinni hálfleik. Við vissum líka alltaf að ÍBV kröftugt lið og öflugt og þeir myndu á einhverjum tímpunkti gera áhlaup sem að þeir svo gerðu. Þeir eru með öfluga menn og fínir í teignum og menn sem krossa vel þannig þetta var aldrei eitthvað brjálæðislega þægilegt þó við höfum silgt þessu heim ágætlega solid, þeir fengu ekki mikið af færum að þá var þetta ekki þægilegur leikur og er það sjaldnast á móti ÍBV." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir 3-1 sigurinn á ÍBV í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍBV

„Uppleggið var bara það þú veist það að það er erfitt kannski að ná takti þegar þú gerir gerir sex breytingar í hverri einustu viku og þannig við svona fækkuðum aðeins breytingunum og reyna að búa til aðeins meiri stöðuleika. Uppleggið var bara að keyra á þá frá byrjun og ekkert endilega stíga af bremmsunni í síðari hálfleik og ekki fara af bensíngjöfinni." 

Framundan eru tveir leikir gegn FC Kaupamannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en Breiðablik byrjar heima leik sem er núna á þriðjudaginn næstkomandi og fara svo í útileik viku síðar. Hvernig lýst Óskari á það verkefni? 

„Mér lýst bara frábærlega á þetta, ég held að þetta verði mjög skemmtilegt verkefni að mæta FC Kaupmannahöfn, þeir eru auðvitað stórt félag, danskir meistarar og með mikla Evrópuhefð og voru í riðlakeppninni á síðasta ári og þetta er bara fullkomið tækifæri fyrir okkur að sjá hvar við stöndum. Við mætum þeim hérna á heimavelli og þurfum að mæta með kassan úti og sjálfstraustið í botni og keyra á þá frá fyrstu mínútu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner