Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Ísak Bergmann skoraði í fyrsta leik með Norrköping
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir sænska félagið
Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir sænska félagið
Mynd: Norrköping
Sænska félagið Norrköping vann Timrå IFK 6-1 í sænska bikarnum í kvöld en hinn 16 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson fékk sénsinn í byrjunarliðinu og nýtti hann.

Ísak gekk til liðs við Norrköping frá ÍA í desember og hefur þegar heillað í Svíþjóð og fékk loks fyrsta tækifærið í aðalliðinu í dag er liðið spilaði gegn Timrå.

Hann gerði gott betur en það en hann skoraði þriðja mark liðsins undir lok fyrri hálfleiks í 6-1 sigrinum. Ísak lék allan leikinn og liðið örugglega áfram í næstu umferð.

Aron Jóhannsson var ekki í hópnum hjá Hammarby sem vann 3-1 sigur á Luleå IFK.

Milos Milojevic og lærisveinar hans í MJällby unnu Husqvarna 4-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner