Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 21. september 2019 17:42
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Vona að þau ráðist á það með trukki
Eysteinn Húni þjálfari Keflvíkur.
Eysteinn Húni þjálfari Keflvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Já við gerðum það. Við erum alltaf að skólast og þurfum alltaf að reka okkur á aftur og aftur og vonandi verður það sjaldnar og sjaldnar.“

Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur inntur eftir því hvort dagskipunin hefði verið einföld að njóta leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Fjölnir

Keflavík reyndist örlagavaldur í baráttu Fjölnis og Gróttu um efsta sæti deildarinnar þegar upp var staðið. Sá Eysteinn fyrir sér fyrir mót að þetta gæti endað svona?

„Já ég get alveg sagt það. Ég sá Gróttu í vetur og þeir spiluðu meðal annars á móti okkur og þeir höfðu einkenni mjög góðs liðs og ég vill nota tækifærið og óska Fjölni og Gróttu til hamingju með að vera komnir upp í Pepsi Max deildina og ég vona að þau ráðist á það með trukki. Þau eiga skilið að fara upp.“

Nú að tímabili loknu fara ýmsar sögur á kreik. Vill Eysteinn halda áfram með Keflavíkur liðið?

„Já ég vil það og ég sé ekki líkur á neinu öðru en að það verði, Við erum á ágætis leið með það sem við viljum gera og þetta tekur tíma hjá okkur og við þurfum bara að spila fleiri leiki eins og í dag.“

Sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner