Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 21. september 2019 17:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans strákar í Gróttu eru á leiðinni í Pepsi-Max deild karla á næsta tímibili eftir 4-0 sigur gegn Haukum í lokaumferðinni í Inkasso deild karla. Grótta voru nýliðar í 1. deildinni í ár og er hreint ótrúlegt að fara upp um tvær deildir á tveimur árum.

"Það er ofboðslega erfitt að setja þetta í orð, er ótrúlega stoltur af þessum ungu mönnum að spila svona í þessum leik þegar allt er undir og þetta unga félag með kannski ekki mikla hefð en að halda haus og klára þetta eins og liðið átti skilið því við vorum í toppbaráttunni í allt sumar, er með geggjaða leikmenn„ geggjuð liðsheild, liðstjórnin, stuðningsmennirnir. Við erum að upplifa tíma sem hafa ekki sést áður, þetta er yndislegt" Hafði Óskar að segja um þetta frábæra tímabil.

" Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í, erum með svipað lið við vorum með í fyrra og stundum er það bara þannig að menn vaxa með verkefnunum og það er engin spurning að þetta lið sýndi það" Bætti Óskar Hrafn við.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Hörður Snævar frá 433.is var með spurningu frá Hjörvari Hafliðasyni sem var með Live Dr. Football þátt. Hörður spurði Óskar hvort hann gæti lofað hvort hann verði við stjórnvölin á næsta ári.

"Hjörvar veit það að lífið getur breyst á stuttum tíma, það er ekkert hægt að segja til um það, ég ætla bara njóta þess að vera til og að hafa unnið þessa ágætu deild með mínu liði. Framtíðin er óskrifað blað, ég get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram, er ég rétti maðurinn til að vera með Gróttu í Pepsi-Max ég veit það ekki, ég ætla ekki að vera svo hrokafullur að segja það því kannski er einhver annar sem er betri í því" Sagði Óskar um framhaldið.

Þvílikur árangur hjá Gróttu í sumar að komast í Pepsi-Max þar sem enginn var að búast við því eða allavega ekki margir en Grótta verið frábærir í sumar og sætið í Pepsi Max fyllilega verðskuldað. Spurning að sjá hvar Óskar Hrafn endar þar sem hann hefur verið mikið orðaður við Breiðablik og önnur stór félög.

Til hamingju Grótta með frábæran árangur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner