Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 21. september 2019 17:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans strákar í Gróttu eru á leiðinni í Pepsi-Max deild karla á næsta tímibili eftir 4-0 sigur gegn Haukum í lokaumferðinni í Inkasso deild karla. Grótta voru nýliðar í 1. deildinni í ár og er hreint ótrúlegt að fara upp um tvær deildir á tveimur árum.

"Það er ofboðslega erfitt að setja þetta í orð, er ótrúlega stoltur af þessum ungu mönnum að spila svona í þessum leik þegar allt er undir og þetta unga félag með kannski ekki mikla hefð en að halda haus og klára þetta eins og liðið átti skilið því við vorum í toppbaráttunni í allt sumar, er með geggjaða leikmenn„ geggjuð liðsheild, liðstjórnin, stuðningsmennirnir. Við erum að upplifa tíma sem hafa ekki sést áður, þetta er yndislegt" Hafði Óskar að segja um þetta frábæra tímabil.

" Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í, erum með svipað lið við vorum með í fyrra og stundum er það bara þannig að menn vaxa með verkefnunum og það er engin spurning að þetta lið sýndi það" Bætti Óskar Hrafn við.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Hörður Snævar frá 433.is var með spurningu frá Hjörvari Hafliðasyni sem var með Live Dr. Football þátt. Hörður spurði Óskar hvort hann gæti lofað hvort hann verði við stjórnvölin á næsta ári.

"Hjörvar veit það að lífið getur breyst á stuttum tíma, það er ekkert hægt að segja til um það, ég ætla bara njóta þess að vera til og að hafa unnið þessa ágætu deild með mínu liði. Framtíðin er óskrifað blað, ég get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram, er ég rétti maðurinn til að vera með Gróttu í Pepsi-Max ég veit það ekki, ég ætla ekki að vera svo hrokafullur að segja það því kannski er einhver annar sem er betri í því" Sagði Óskar um framhaldið.

Þvílikur árangur hjá Gróttu í sumar að komast í Pepsi-Max þar sem enginn var að búast við því eða allavega ekki margir en Grótta verið frábærir í sumar og sætið í Pepsi Max fyllilega verðskuldað. Spurning að sjá hvar Óskar Hrafn endar þar sem hann hefur verið mikið orðaður við Breiðablik og önnur stór félög.

Til hamingju Grótta með frábæran árangur
Athugasemdir