Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 21. september 2019 17:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans strákar í Gróttu eru á leiðinni í Pepsi-Max deild karla á næsta tímibili eftir 4-0 sigur gegn Haukum í lokaumferðinni í Inkasso deild karla. Grótta voru nýliðar í 1. deildinni í ár og er hreint ótrúlegt að fara upp um tvær deildir á tveimur árum.

"Það er ofboðslega erfitt að setja þetta í orð, er ótrúlega stoltur af þessum ungu mönnum að spila svona í þessum leik þegar allt er undir og þetta unga félag með kannski ekki mikla hefð en að halda haus og klára þetta eins og liðið átti skilið því við vorum í toppbaráttunni í allt sumar, er með geggjaða leikmenn„ geggjuð liðsheild, liðstjórnin, stuðningsmennirnir. Við erum að upplifa tíma sem hafa ekki sést áður, þetta er yndislegt" Hafði Óskar að segja um þetta frábæra tímabil.

" Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í, erum með svipað lið við vorum með í fyrra og stundum er það bara þannig að menn vaxa með verkefnunum og það er engin spurning að þetta lið sýndi það" Bætti Óskar Hrafn við.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Hörður Snævar frá 433.is var með spurningu frá Hjörvari Hafliðasyni sem var með Live Dr. Football þátt. Hörður spurði Óskar hvort hann gæti lofað hvort hann verði við stjórnvölin á næsta ári.

"Hjörvar veit það að lífið getur breyst á stuttum tíma, það er ekkert hægt að segja til um það, ég ætla bara njóta þess að vera til og að hafa unnið þessa ágætu deild með mínu liði. Framtíðin er óskrifað blað, ég get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram, er ég rétti maðurinn til að vera með Gróttu í Pepsi-Max ég veit það ekki, ég ætla ekki að vera svo hrokafullur að segja það því kannski er einhver annar sem er betri í því" Sagði Óskar um framhaldið.

Þvílikur árangur hjá Gróttu í sumar að komast í Pepsi-Max þar sem enginn var að búast við því eða allavega ekki margir en Grótta verið frábærir í sumar og sætið í Pepsi Max fyllilega verðskuldað. Spurning að sjá hvar Óskar Hrafn endar þar sem hann hefur verið mikið orðaður við Breiðablik og önnur stór félög.

Til hamingju Grótta með frábæran árangur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner