Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   lau 21. september 2019 17:02
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Óskar búinn að gera stórbrotna hluti á Seltjarnarnesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Stuðningsmenn Gróttu frábærir í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans strákar í Gróttu eru á leiðinni í Pepsi-Max deild karla á næsta tímibili eftir 4-0 sigur gegn Haukum í lokaumferðinni í Inkasso deild karla. Grótta voru nýliðar í 1. deildinni í ár og er hreint ótrúlegt að fara upp um tvær deildir á tveimur árum.

"Það er ofboðslega erfitt að setja þetta í orð, er ótrúlega stoltur af þessum ungu mönnum að spila svona í þessum leik þegar allt er undir og þetta unga félag með kannski ekki mikla hefð en að halda haus og klára þetta eins og liðið átti skilið því við vorum í toppbaráttunni í allt sumar, er með geggjaða leikmenn„ geggjuð liðsheild, liðstjórnin, stuðningsmennirnir. Við erum að upplifa tíma sem hafa ekki sést áður, þetta er yndislegt" Hafði Óskar að segja um þetta frábæra tímabil.

" Við vissum ekkert hvað við vorum að fara út í, erum með svipað lið við vorum með í fyrra og stundum er það bara þannig að menn vaxa með verkefnunum og það er engin spurning að þetta lið sýndi það" Bætti Óskar Hrafn við.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Hörður Snævar frá 433.is var með spurningu frá Hjörvari Hafliðasyni sem var með Live Dr. Football þátt. Hörður spurði Óskar hvort hann gæti lofað hvort hann verði við stjórnvölin á næsta ári.

"Hjörvar veit það að lífið getur breyst á stuttum tíma, það er ekkert hægt að segja til um það, ég ætla bara njóta þess að vera til og að hafa unnið þessa ágætu deild með mínu liði. Framtíðin er óskrifað blað, ég get ekkert sagt til um það hvort ég verði áfram, er ég rétti maðurinn til að vera með Gróttu í Pepsi-Max ég veit það ekki, ég ætla ekki að vera svo hrokafullur að segja það því kannski er einhver annar sem er betri í því" Sagði Óskar um framhaldið.

Þvílikur árangur hjá Gróttu í sumar að komast í Pepsi-Max þar sem enginn var að búast við því eða allavega ekki margir en Grótta verið frábærir í sumar og sætið í Pepsi Max fyllilega verðskuldað. Spurning að sjá hvar Óskar Hrafn endar þar sem hann hefur verið mikið orðaður við Breiðablik og önnur stór félög.

Til hamingju Grótta með frábæran árangur
Athugasemdir
banner