Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 21. september 2019 17:20
Baldvin Már Borgarsson
Sveindís Jane: Ætluðum að sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís var stolt af Kefalvíkurliðinu og frammistöðu þess eftir 3-2 tap gegn Val, en fyrir leikinn var ljóst að Keflavík væri fallið svo þær voru einungis að spila upp á stoltið.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Hvað hefuru að segja svona strax eftir leik?

„Heyrðu það var bara mjög gaman að spila þennan leik, við vorum bara að spila upp á stoltið og vissum fyrirfram að við værum fallnar þannig við ætluðum bara að gefa allt í þetta og við gerðum það, þetta var ekkert létt fyrir þær.''

Þið eruð farnar niður en mér fannst þið sýna að þið gætuð alveg spilað í þessari deild.

„Já við ætluðum að koma hingað og sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max deildinni en það gekk ekki allt upp í byrjun tímabisins og svona er þetta bara.''

Sveindís skoraði glæsilegt mark utan af kanti, var hún að reyna skotið?

„Já þetta var alltaf skot.'' - Segir Sveindís og hlær. „Nei ég ætlaði að senda boltann fyrir en ég tek markinu fagnandi.''

Í stöðunni 3-2 negliru boltanum af löngu færi í slánna og meiðist eitthvað við það, er það alvarlegt?

„Nei ég fékk bara smá tak í rassinn, ég sá markið fyrir mér og ætlaði að negla honum inn en eins og þú segir var það sláarskot.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Sveindís betur um leikinn, það að ÍBV hafi haft samband við hana fyrir leik þeirra um daginn og framhaldið en hún er einn eftirsóttasti leikmaður landsins og telst ólíklegt að hún fylgi Keflavík niður í Inkasso deildina.
Athugasemdir
banner