Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
banner
   lau 21. september 2019 17:20
Baldvin Már Borgarsson
Sveindís Jane: Ætluðum að sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís var stolt af Kefalvíkurliðinu og frammistöðu þess eftir 3-2 tap gegn Val, en fyrir leikinn var ljóst að Keflavík væri fallið svo þær voru einungis að spila upp á stoltið.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Hvað hefuru að segja svona strax eftir leik?

„Heyrðu það var bara mjög gaman að spila þennan leik, við vorum bara að spila upp á stoltið og vissum fyrirfram að við værum fallnar þannig við ætluðum bara að gefa allt í þetta og við gerðum það, þetta var ekkert létt fyrir þær.''

Þið eruð farnar niður en mér fannst þið sýna að þið gætuð alveg spilað í þessari deild.

„Já við ætluðum að koma hingað og sýna öllum að við eigum heima í Pepsi Max deildinni en það gekk ekki allt upp í byrjun tímabisins og svona er þetta bara.''

Sveindís skoraði glæsilegt mark utan af kanti, var hún að reyna skotið?

„Já þetta var alltaf skot.'' - Segir Sveindís og hlær. „Nei ég ætlaði að senda boltann fyrir en ég tek markinu fagnandi.''

Í stöðunni 3-2 negliru boltanum af löngu færi í slánna og meiðist eitthvað við það, er það alvarlegt?

„Nei ég fékk bara smá tak í rassinn, ég sá markið fyrir mér og ætlaði að negla honum inn en eins og þú segir var það sláarskot.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Sveindís betur um leikinn, það að ÍBV hafi haft samband við hana fyrir leik þeirra um daginn og framhaldið en hún er einn eftirsóttasti leikmaður landsins og telst ólíklegt að hún fylgi Keflavík niður í Inkasso deildina.
Athugasemdir
banner
banner