Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. september 2022 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsta spurningin á morgun: Snýr Karólína Lea aftur?
Icelandair
Karólína fagnar marki á EM í sumar.
Karólína fagnar marki á EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun mun Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, tilkynna hóp sinn fyrir leikinn sem Ísland mun spila í umspili fyrir HM.

Ísland mætir annað hvort Belgíu eða Portúgal í leiknum mikilvæga sem mun ráða úr um það hvort Ísland komist inn á heimsmeistaramótið eða ekki.

Ísland spilaði síðast fyrr í þessum mánuði og gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi, en það er ekki búist við því að það verði margar breytingar gerðar á hópnum sem var þá.

Stærsta spurningin er sú hvort Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, verði með en hún gat ekki tekið þátt í síðasta verkefni vegna meiðsla.

Sjá einnig:
„Ákvörðun sem Bayern taldi að þyrfti að taka og Karólína líka"

Karólína Lea er einn mikilvægasti leikmaður liðsins þrátt fyrir ungan aldur. Hennar var sárt saknað gegn Hollandi.

Það er óvissa með meiðsli hennar og tæpt hvort hún geti náð leiknum mikilvæga sem verður spilaður 11. októkber. Það verður áhugaverðast á morgun að sjá hvort hún verði í hópnum eða ekki.

Með því að smella hérna er hægt að sjá hvernig hópurinn var síðast. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom svo inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur sem meiddist. Agla María er búin að ná sér af meiðslunum og var valin leikmaður 16. umferðar í Bestu deildinni.

Sjá einnig:
Högg í hjartastað á 92:18 en við áttum það bara skilið
Athugasemdir
banner
banner
banner