föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
fimmtudagur 28. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W 3 - 1 SK Brann W
PSG (kvenna) 3 - 0 Hacken W
Vináttulandsleikur
Argentina U-16 2 - 3 Cote dIvoire U-16
Czech Republic U-16 1 - 2 Mexico U-16
France U-16 6 - 2 Saudi Arabia U-16
Japan U-16 2 - 1 Wales U-16
fös 09.sep 2022 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Högg í hjartastað á 92:18 en við áttum það bara skilið

Það var mjög erfitt að horfa á landsleik Hollands og Íslands í Utrecht síðastliðið þriðjudagskvöld.

Það var erfitt í 90 mínútur að sjá íslenska liðið reyna að takast á við stórsókn Hollands - og gera það á köflum ágætlega - og fá svo högg í hjartastað á 92:18, þegar rúmar 90 sekúndur voru eftir á klukkunni.

Það er þó ekki annað hægt að segja en að sigurinn hafi verið sanngjarn, það er ekki hægt að blekkja sig með öðru þó sigurmarkið hafi komið mjög seint.

Stelpurnar og þjálfararnir töluðu um það fyrir leik að fara ekki inn í þennan leik til að spila upp á stigið, en þegar í leikinn í komið þá virtist það nákvæmlega vera planið.

Fyrstu 5-10 mínúturnar voru fínar en næstu 35 mínúturnar voru gríðarlega erfiðar. Í hálfleik var munurinn á xG-inu (e. expected goals) 2,68 - 0,10. Það gefur til kynna að Holland hefði með réttu átt að skora tæplega þrjú mörk í fyrri hálfleik miðað við gæði færa sem liðið fékk.

Það er í raun með hreinum ólíkindum að Holland hafi ekki skorað, en fyrir það gátu stelpurnar þakkað Söndru Sigurðardóttur, markverði liðsins, og slánni á Stadion Galgenwaard í Utrecht.



Í fyrri hálfleik var Ísland í 4-4-2 varnarlega eða 6-2-2 - eftir því hvernig þú túlkar það - þar sem kantmennirnir voru að koma mjög aftarlega.

Þetta kerfi virkaði ekkert sérlega vel og var hollenska liðið trekk í trekk að koma sér í góð færi til þess að skora. Það var auðvelt fyrir þær að finna leiðir.


Úr fyrri hálfleiknum. Ísland var á köflum að spila með Sveindísi og Svövu sem vængbakverði en Gunnhildur var fremst með Berglindi. Úr þessari stöðu fann hollenska liðið frían leikmann í teignum og átti skot sem fór í slánna.

Danielle van de Donk, einn öflugasti leikmaður Hollands, var mikið opin í svæðinu milli varnar og miðju þar sem hollenska liðið var í yfirtölu á miðsvæðinu. Miðverðir okkar þurftu að vera í yfirvinnu að hugsa um hana og Vivianne Miedema.

Van de Donk var með 0,78 í xG í fyrri hálfleiknum sem var næst mest af leikmönnum Hollands. Sú sem var með hæsta xG-ið og var því líklegust til að skora var Miedema.


Danielle van de Donk.

Hollenska liðið var hættulegt þegar það var að sækja í gegnum miðsvæðið og þar skapaðist mikil hætta, 41 prósent af xG-i þeirra kom í gegnum miðsvæðið, en mesta hættan skapaðist þó hægra megin.



Í seinni hálfleik þétti íslenska liðið betur inn á miðsvæðið og voru agaðari. Þá gekk betur að loka á aðgerðir Hollands. Þær sköpuðu sér áfram færi en ekki eins mikið og ekki voru færin eins hættuleg.


Úr seinni hálfleiknum þar sem Gunnhildur var farin aftar til að hjálpa við að þétta miðjuna.


Leikkerfi Íslands eftir því sem leið inn á Íslands samkvæmt WyScout.

Við vorum að vinna fleiri einvígi en Holland út á velli en pressan var alls ekki góð.

Ísland er með 41,25 í PPDA (Passes per Defensive Actions) í þessum leik en svoleiðis há tala sést ekki oft varðandi þessa tölfræði. Hún segir til um það hversu vel lið er að vinna boltann af andstæðingnum. Ef lið er með 41 í PPDA þá er andstæðingurinn að klára um 41 sendingu áður en hann er truflaður með því að komast inn í sendinguna, tæklingu, broti eða einhverju öðru.

Tölfræðin segir til um það að Hollandi hafi í raun fengið að vera með boltann eins og þær vildu í leiknum, okkar stelpur hafi lítið náð að klukka þær. Þetta er gríðarlega há tala.

Til að setja þetta í samhengi þá var Kýpur með 47,29 í PPDA gegn okkur í 5-0 sigri okkar í fyrra. Fyrir utan það þá höfum við eða andstæðingar okkar ekki verið með svona háu tölu í þessari tölfræði síðan 2017 - samkvæmt WyScout.

Holland átti 25 marktilraunir gegn þremur tilraunum Íslands og var líkt og fyrr segir með 3,39 í xG. Ísland fékk síðast á sig hærra xG árið 2019 í leik gegn Skotlandi á Algarve Cup. Í þeim leik var íslenska liðið að prófa ýmislegt - hann var á æfingamóti - og endaði hann 4-1 fyrir Skotlandi.



Hvað var planið sóknarlega?
Sem áhorfandi á leiknum þá fékk maður stundum á tilfinninguna að það væri eins og stelpurnar vildu helst ekki vera með boltann.

Þær voru alls 32 prósent með boltann í leiknum, en stelpurnar okkar áttu 139 heppnaðar sendingar gegn tæplega 500 heppnuðum sendingum Hollendinga.

Íslenska liðið var mikið að reyna langar sendingar, en við áttum bara ellefu heppnaðar sendingar á síðasta þriðjungi í öllum leiknum.



Það var erfitt að sjá mikið plan sóknarlega þar sem liðið var svo mikið í vörn allan leikinn, en liðið skapaði sér ansi fá góð færi og fáar góðar stöður.

Það að vera svona mikið í vörn og vera mikið eftir á í öllum aðgerðum gerir leikmenn eflaust þreytta; gerir leikmönnum erfiðara fyrir að breyta vörn í sókn.

Alls vorum við með 0,16 í xG í þessum leik, en dauðafæri Sveindísar Jane Jónsdóttur á 72. mínútu er ekki tekið með í því þar sem hún hitti ekki boltann.


Skottilraunir okkar í leiknum.

Hollenska liðið var svo framarlega í þessum leik að það var klárlega hægt að skapa stöður fyrir aftan vörn þeirra, skapa smá usla en það tókst ekki.


Meðalstöður leikmanna í leiknum. Hollenska liðið var gríðarlega framarlega á meðan við lágum mjög aftarlega.

Ef marka má WyScout þá hefur íslenska liðið ekki verið með svona lágt xG síðan 2018 þegar við mættum einmitt Hollandi á Algarve Cup. Það var leikur á æfingamóti. Annars hefur svona lág tala ekki sést oft áður hjá íslenska liðinu frá því mælingar hófust.

Til samanburðar þá hefur oft verið talað um íslenska karlalandsliðið sem mikið varnarlið þegar þeir náðu sem bestum árangri, en þeir fundu yfirleitt alltaf leiðir til að búa til einhver færi - hvort sem það var í gegnum föst leikatriði eða eitthvað annað.

Frá EM 2016 til HM 2018 var íslenska karlalandsliðið aldrei með lægra xG en 0,7 í keppnisleik.

Við vorum þá með þrjár lykilsendingar á meðan Holland var með 17. Af þessum þremur þá átti Sveindís Jane tvær þeirra, en það var mikið leitað til hennar í sókninni.


Sveindís Jane Jónsdóttir.

Föstu leikatriðin voru þá ekki að gefa okkur neitt. Við áttum þrjár hornspyrnur í leiknum; sú fyrsta endaði á þaknetinu, sú önnur fór beint á markvörðinn og sú þriðja fór yfir allan pakkann.

Löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur sköpuðu aðeins meiri hættu en ekki það mikla hættu að það kom tilraun á markið.



Baráttan og leikgleðin verður ekki tekin af stelpunum, en á þessu stigi leiksins þarf bara aðeins meira.

Það hefði verið gaman að sjá liðið vera yfirvegaðara í sínum aðgerðum og sýna betri sóknarleik þegar tækifæri gafst, en líkt og fyrr segir þá er það svo sem skiljanlegt að leikmenn hafi verið orðnir mjög þreyttir þegar í sóknina var komið út af þessum mikla varnarleik.

Mögulega hefði þurft að fá inn fleiri leikmenn í liðið sem voru tilbúnir að sækja boltann og halda aðeins í hann. Eins og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur gert, en hún var að glíma við meiðsli í þessu verkefni.

Ljósmyndarar sem voru fyrir aftan mark Hollands tilbúnir að mynda mark sem Ísland myndi skora, þeir hafa talað um að þeir hafi líklega aldrei séð eins litla traffík að marki andstæðings í landsleik sem Íslands hefur spilað.



Hefðum mátt vera klókari
Það sem stingur kannski mest er að það voru bara rúmlega 90 sekúndur eftir. Við vorum 90 sekúndum frá því að takast að landa jafnteflinu þrátt fyrir stórsókn Hollands nánast allan leikinn.

Það hefði verið gaman að sjá þjálfarana sýna klókindi þegar í uppbótartímann var komið. Síðustu tíu mínúturnar voru góðar og fékk liðið ekki á sig mörg færi; Hollendingar voru líka farnir að pirra sig og missa hausinn að því virtist vera.

Þá hefði kannski verið klókt að nota uppbótartímann í það að gera skiptingar, drepa leikinn þannig. Fá Örnu Sif Ásgrímsdóttur eða Guðrúnu Arnardóttur inn á til að þétta aðeins í vörnina og hjálpa til við að landa þessu.


Arna Sif Ásgrímsdóttir.

Við áttum skiptingar eftir, en nýttum þær ekki. Það er kannski hægt að naga sig í handarbökin með það núna, en ekki hægt að breyta því.

Þá er það bara umspilið
En það þýðir ekkert að hugsa um þetta lengur. Þetta er búið og gert, þessi leikur.

Ísland er á leið í umspil þann 11. október og með sigri þar förum við beint á HM. Það kemur í ljós núna á eftir hvaða andstæðing við fáum, en það er ljóst að liðið þarf að spila betur en það gerði í Utrecht.

Holland er auðvitað sterkur andstæðingur, en við erum líka með sterkt lið.

Við erum með leikmenn í Wolfsburg, Bayern München, Juventus, PSG og liðið okkar á að geta spilað betur en það gerði í Hollandi.

Sjá einnig:
Stelpurnar standa vel að vígi fyrir umspilið - Þurfa bara einn sigur


Þá er það bara umspilið.
Athugasemdir
banner
banner