Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 21. september 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Höskuldur: Verður örugglega frábær saga til að segja barnabörnunum
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Hvernig næ ég að samblanda mastersgráðunni og bakaríinu með fótboltanum? Þetta snýst allt um forgangsröðun,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fyrir fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Lestu um leikinn: Maccabi Tel Aviv 3 -  2 Breiðablik

Höskuldur er að fara taka þátt í stærsta verkefni ferilsins með liðsfélögum sínum og byrjar ballið í kvöld þegar Blikar heimsækja Maccabi Tel Aviv á Bloomfield-leikvanginn í Tel Aviv.

Blikar komu sér í sögubækurnar í síðasta mánuði þegar liðið varð það fyrsta í sögu íslensks karlafótbolta til að komast í riðlakeppni í Evrópu.

Erlendu blaðamennirnir sem ræddu við Höskuld höfðu verulegan áhuga á því sem Höskuldur gerir utan vallar og hvernig hann fer að því að reka Gamla bakstur, vera í fullu mastersnámi og spila fótbolta.

„Ég fúnkera best þegar ég er með nóg af boltum á lofti. Yfir sumartímann er fótboltinn alltaf í fyrsta sæti og í raun er það alltaf þannig, en svo tekur annað við þegar tímabilinu lýkur. Þá tek ég upp bakarahnífinn og auðvitað skólinn með,“ sagði Höskuldur á heimasíðu UEFA.

Þetta ævintýri verður góð saga til að segja barnabörnunum en hann segir þetta afar verðmætt fyrir Blika og íslenskan fótbolta.

„Það eru ekki mörg lið sem fá tækifæri til að skrifa söguna á þennan hátt og gera eitthvað sem hefur aldrei verið afrekað áður. Að ryðja brautina og vera hluti af hóp sem afrekar þetta í fyrsta sinn í sögu íslensks fótbolta er ótrúlega verðmætt. Þetta verður örugglega frábær saga til að segja barnabörnunum.“

Blikinn hrósaði þá Óskari Hrafni Þorvaldssyni og Halldóri Árnasyni, þjálfurum liðsins, en þeir náðu að sannfæra hópinn að þetta væri raunhæfur möguleiki.

„Síðan Óskar og Halldór tóku við þá byrjuðu þeir að sá þessum fræjum, að það væri möguleiki að ná þessu markmiði. Með góðri mixtúru af hugrekki, visku og þrautseigju höfum verið verið að taka skref að þessu markmiði. Þetta er ótrúlega gefandi og auðvitað frábær tilfinning að ná þessu afreki,“ sagði Höskuldur enn fremur.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner