Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að gera Gordon að launahæsta leikmanni félagsins
Mynd: EPA
Newcastle United ætlar að gera enska landsliðsmanninum Anthony Gordon samningstilboð sem hann getur ekki hafnað en þetta kemur fram í Daily Mail.

Gordon, sem er 23 ára gamall, hefur tekið miklum framförum frá því hann kom frá Everton fyrir tæpum tveimur árum.

Englendingurinn er eitt hættulegasta vopn Newcastle fram á við og sannaðist mikilvægi hans þegar hann var valinn í enska landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í sumar.

Í sumar var hann nálægt því að yfirgefa félagið. Newcastle þurfti að selja leikmenn til að eiga ekki á hættu á að brjóta fjármálareglur deildarinnar, en það mál leystist. Liverpool, uppeldisfélag Gordon, var talinn líklegasti áfangastaðurinn.

Það fór svo að hann varð áfram, í bili að minnsta kosti, en Daily Mail heldur því fram að Arsenal sé nú komið í kapphlaupið við Liverpool um Gordon.

Newcastle ætlar ekki að gefa sig og er nú að undirbúa nýtt samningstilboð sem myndi gera Gordon að launahæsta leikmanni félagsins. Hann myndi þéna um níu milljónir punda í árslaun.

Samningur hans við félagið rennur út árið 2026 og vill Newcastle helst af öllu ganga frá þessum málum á næstu mánuðum, annars gæti félagið neyðst til þess að selja hann á lægra verði næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner