Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   lau 21. september 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sex leikmenn í fyrirliðahóp Man City
Mynd: Getty Images
Gareth Taylor, stjóri Manchester City í WSL-deildinni á Englandi, hefur skipað sex leikmanna fyrirliðahóp sem mun deila bandinu á komandi leiktíð.

Steph Houghton, sem hafði verið fyrirliði félagsins í tíu ár, lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Taylor þurfti því að finna sér nýjan fyrirliða og hefur nefnt Alex Greenwood sem aðalfyrirliða liðsins, en hann tók það þó sérstaklega fram að hún verði ekki alltaf með bandið.

Stjórinn ákvað að skipa sex leikmanna fyrirliðahóp sem inniheldur Greenwood, Jill Roord, Bunny Shaw, Laura Coombs, Lauren Hemp og Laia Aleixandri.

Greenwood var með bandið í fyrsta leik tímabilsins hjá Man City á miðvikudag er liðið vann 5-0 stórsigur á Paris FC í fyrri leik liðanna í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu.

Athugasemdir
banner
banner
banner