Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
banner
   lau 21. september 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Malacia byrjaður að æfa
Tyrell Malacia
Tyrell Malacia
Mynd: EPA
Tyrell Malacia, leikmaður Manchester United á Englandi, er byrjaður að æfa á ný félaginu eftir að hafa gengið í gegnum erfið meiðsli.

Erik ten Hag fékk Malacia frá Feyenoord þegar hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.

Á þessum tíma hefur vinstri bakvörðurinn við erfið og flókin hnémeiðsli.

Malacia hefur aðeins spilað 39 leiki fyrir United, þar af 22 í deild, en síðast lék hann með liðinu í lokaumferðinni í úrvalsdeildinni í maí á síðasta ári.

Varnarmaðurinn mætti á æfingu með aðalliðinu á Carrington-æfingasvæðinu í gær. Hann tók ekki fullan þátt í æfingunni, en engu að síður jákvæðar fréttir fyrir United sem hefur verið óheppið með meiðsli síðustu ár.

Ten Hag hefur áður sagt að hann sé að búast við því að Malacia verði tiltækur í október en endurkoma hans gæti komið fyrr en gert var ráð fyrir í fyrstu.
Athugasemdir
banner
banner
banner