Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
banner
   lau 21. september 2024 10:39
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið West Ham og Chelsea: Fyrsti byrjunarliðsleikur Sancho
Jadon Sancho byrjar hjá Chelsea
Jadon Sancho byrjar hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
West Ham og Chelsea mætast í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 11:30 á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í dag.

Lærisveinar Enzo Maresca í Chelsea hafa náð í sjö stig á tímabilinu á meðan West Ham hefur aðeins sótt fjögur stig.

Jadon Sancho, sem kom til Chelsea frá Manchester United undir lok gluggans, byrjar sinn fyrsta leik í treyju þeirra bláu. Tosin Adarabioyo og Enzo Fernandez koma einnig inn í liðið.

Julen Lopetegui, stjóri West Ham, gerir tvær breytingar. Lucas Paqueta og Crysencio Summerville koma inn fyrir Michael Antonio og Tomas Soucek sem fara á bekkinn.

West Ham: Areola; Wan-Bissaka, Mavropanos, Kilman, Emerson; Edson Álvarez, Guido Rodríguez, Paquetá; Summerville, Bowen, Kudus

Chelsea: Sánchez; Fofana, Tosin, Colwill, Cucurella; Caicedo, Enzo Fernández; Madueke, Palmer, Sancho; Jackson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner