Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   lau 21. september 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Lærisveinn Heimis í liði vikunnar í Meistaradeildinni - Fjórir frá Bayern
Harry Kane skoraði fjögur og er að sjálfsögðu í liði vikunnar
Harry Kane skoraði fjögur og er að sjálfsögðu í liði vikunnar
Mynd: Getty Images
Sofa Score hefur birt úrvalslið vikunnar í Meistaradeild Evrópu en þar er að finna Liam Scales, lærisvein Heimis Hallgrímsson í írska landsliðinu.

Scales var einn af bestu mönnum Celtic í 5-1 stórsigrinum á Slovan Bratislava í 1. umferðinni.

Varnarmaðurinn skoraði eitt mark og fékk 8,1 í einkunn hjá Sofa Score en Celtic á tvo fulltrúa í liðinu.

Þýski landsliðsmaðurinn Florian Wirtz var valinn besti leikmaður vikunnar af UEFA og er hann auðvitað í liðinu með 9 í einkunn.

Lið vikunnar: Dmytro Riznyk (Shakhtar, 8,3), Nico Schlotterbeck (Borussia Dortmund, 8), Liam Scales (Celtic, 8,1), Josko Gvardiol (Manchester City, 8,7), Joshua Kimmich (Bayern München, 8,7), Arne Engels (Celtic, 9,2), Florian Wirtz (Bayer Leverkusen, 9), Antoine Griezmann (Atlético Madríd, 9,2), Jamal Musiala (Bayern München, 9,1), Michael Olise (Bayern München, 8,5), Harry Kane (Bayern München, 10).


Athugasemdir
banner
banner
banner