Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   lau 21. september 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ajax reyndi að stela Perisic af PSV - „Náðum ekki samkomulagi“
Mynd: EPA
Króatíski vængbakvörðurinn Ivan Perisic gekk á dögunum í raðir PSV Eindhoven frá uppeldisfélagi sínu, Hajduk Split, en hann var nálægt því að semja við erkifjendur PSV í hollenska boltanum,

Perisic er 35 ára gamall og með farsælustu leikmönnum í sögu Króatíu.

Á átján ára atvinnumannaferli hefur hann spilað fyrir félög á borð við Borussia Dortmund, Bayern München, Inter, Tottenham og Wolfsburg.

Hann snéri aftur heim til Hajduk Split í byrjun ársins en náði samkomulagi um að rifta samningnum í lok sumars.

Mikill áhugi var á þessum reynslumikla leikmanni, en hann ákvað að ganga í raðir PSV. Perisic segist hafa verið nálægt því að semja við annað stórlið í Hollandi.

„Ajax spurðist fyrir um stöðuna á mér fyrir tíu dögum, en við náðum ekki samkomulagi. Ég er núna mættur til PSV, sem ég tel fullkominn stað fyrir mig. Ég veit hvað þjálfarinn vill,“ sagði Perisic.

PSV er ríkjandi meistari í Hollandi og hefur titilvörnina frábærlega en liðið er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner
banner