Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 10:19
Brynjar Ingi Erluson
Stórlið vilja Greenwood - Isak til PSG?
Powerade
Mason Greenwood er eftirsóttur
Mason Greenwood er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Alexander Isak til PSG?
Alexander Isak til PSG?
Mynd: EPA
Chelsea vill fá Lautaro Martínez
Chelsea vill fá Lautaro Martínez
Mynd: EPA
Margir áhugaverðir molar eru í slúðurpakka dagsins en Mason Greenwood, Alexander Isak og Lautaro Martínez koma allir við sögu.

Barcelona, Atlético Madríd og Bayern München hafa öll áhuga á Mason Greenwood (22), framherja Marseille í Frakklandi. (Talksport)

Paris Saint-Germain vill fá Alexander Isak (24) frá Newcastle en enska félagið er talið vilja fá um 84 milljónir punda fyrir framherjann. (Fichajes)

Nottingham Forest er að fylgjast með tveimur tyrkneskum landsliðsmönnum. Félagið vill fá Baris Alper Yilmaz (24), leikmann Galatasaray og Semih Kilicsoy (19), leikmann Besiktas. (HITC)

Chelsea vill losa sig við franska varnarmanninn Axel Disasi (26) í janúarglugganum. (Fichajes)

Arsenal fundaði með enska framherjanum Ivan Toney (28) í vor, en ákvað að kaupa hann ekki. Það fór svo að Toney samdi við Al-Ahli undir lok gluggans. (TBR Football)

Real Madrid er að íhuga að virkja kaupákvæði í samningi spænska varnarmannsins Yarek Gasiorowski (19), sem er á mála hjá Valencia. (AS)

Chelsea hefur áhuga á argentínska sóknarmanninum Lautaro Martínez (27) og er reiðubúið að bjóða Inter að fá Mykhailo Mudryk (23, Carney Chukwuemeka (20) og Benoit Badiashile (23) í skiptum. (Doblemarilla)

Everton mun gera lokatilraun til að semja við enska framherjann Dominic Calvert-Lewin (27) en samningur hans rennur út á næsta ári. Newcastle hefur sýnt leikmanninum áhuga. (Teamtalk)

Juventus ætlar að reyna að fá Jonathan David (24), sóknarmann Lille, í janúarglugganum. Félagið er reiðubúið að greiða 12,5 milljónir punda fyrir kanadíska landsliðsmanninn. (Calciomercato)

Southampton er með John Eustace, stjóra Blackburn Rovers, á lista yfir mögulega þjálfara sem gætu tekið við af Russell Martin. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner