Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 09:45
Brynjar Ingi Erluson
Líklega á förum frá Southampton
Mynd: EPA
Enski bakvörðurinn Kyle Walker-Peters mun að öllum líkindum yfirgefa nýliða Southampton eftir þetta tímabil eftir að samningaviðræður duttu upp fyrir.

Southampton sendi Walker-Peters, sem er 27 ára gamall, samningstilboð í ágúst og var vongott um að hann myndi framlengja dvöl sína.

Leikmaðurinn hefur hins vegar ekki samþykkt tilboðið en aðilarnir hafa ekki enn náð saman um heildarpakkann og greinir Fabrizio Romano að aðlirnar séu ekki lengur í viðræðum.

Samningur Walker-Peters rennur út eftir tímabilið og er nú útlit fyrir að hann yfirgefi félagið á frjálsri sölu næsta sumar.

Walker-Peters hefur byrjað alla fjóra deildarleiki Southampton í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en alls hefur hann spilað 171 leik síðan hann kom frá Tottenham fyrir fjórum árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner