Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   lau 21. september 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Bikarúrslit í Laugardal
Víkingur og KA mætast í bikarúrslitum
Víkingur og KA mætast í bikarúrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA og Víkingur eigast við í úrslitaleik Mjólkurbikarsins klukkan 16:00 á Laugardalsvelli í dag.

Víkingur hefur unnið keppnina fjórum sinnum í röð en þessi lið mættust einmitt í úrslitum á síðasta ári og hafði þá Víkingur betur, 3-1.

Samtals hefur Víkingur unnið keppnina fimm sinnum frá því hún var sett á laggirnar en KA er enn í leit að fyrsta bikarnum.

Völsungur getur tryggt sér titilinn í 2. deild kvenna í dag er liðið mætir ÍH. Völsungur mun spila í Lengjudeildinni að ári, en eitt stig mun tryggja titilinn.

Undanúrslit Fótbolta.net bikarsins fara þá fram. Selfoss spilar við Árbæ klukkan 13:00 á JÁVERK-vellinum á meðan KFA og Tindastóll mætast í Fjarðabyggðarhöllinni.

Leikir dagsins:

Mjólkurbikar karla
16:00 KA-Víkingur R. (Laugardalsvöllur)

2. deild kvenna - A úrslit
15:30 Völsungur-ÍH (PCC völlurinn Húsavík)

Fótbolti.net bikarinn
13:00 Selfoss-Árbær (JÁVERK-völlurinn)
13:00 KFA-Tindastóll (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner