Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   lau 21. september 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Segir Alexander-Arnold ekki í viðræðum um kaup á Nantes
Mynd: Getty Images
James Pearce, blaðamaður hjá Athletic segir það ekki rétt að enski landsliðsmaðurinn Trent Alexander-Arnold sé að reyna að kaupa franska A-deildarfélagið Nantes.

Franski miðillinn L'Equipe greindi frá því fyrir helgi að Alexander-Arnold væri búinn að leggja fram tilboð til að kaupa Nantes.

Samkvæmt miðlinum þá á Michael Arnold, faðir Trent, að hafa í slagtogi með breskum fjárfestingasjóð lagt fram tilboð í Nantes, en Michael heldur utan um allar fjárfestingar sonarins.

L'Equipe sagði enn fremur að enski leikmaðurinn hafi skoðað það að kaupa St. Etienne og Le Havre, en að Nantes hafi orðið fyrir valinu.

Á Alexander-Arnold að hafa fundað þrisvar sinnum með Nantes en franska félagið hefur hafnað því og þá hefur Pearce, sem er með sterk tengsl innan Liverpool, einnig sagt að þessar fregnir séu ósannar.

„Mér er sagt að þetta sé ekki satt,“ sagði Pearce á X í gær.

Þetta væri þó ekki í fyrsta sinn sem Alexander-Arnold skoðar franska markaðinn. Hann keypti hlut í Formúlu 1 keppnisliðinu Alpine, í gegnum Otro Capital.
Athugasemdir
banner
banner