Sædís Rún Heiðarsdóttir varð í gær Noregsmeistari í fyrsta sinn en hún var í byrjunarliði Vålerenga sem vann 3-0 sigur gegn Kolbotn á heimavelli.
Vålerenga er búið að tryggja sér titilinn þó það séu þrjár umferðir eftir af deildinni.
Sædís er að klára sitt fyrsta tímabil með Vålerenga en hún gekk í raðir félagsins frá Stjörnunni síðasta vetur.
Hún hefur á þessu tímabili spilað 13 deildarleiki og skorað í þeim tvö mörk. Hún hefur verið nokkuð óheppin með meiðsli en samt gert vel.
Það var síðasta verk Sædísar áður en hún flaug til móts við landsliðið að hjálpa Vålerenga að vinna titilinn. Framundan eru tveir leikir með íslenska landsliðinu gegn sterkasta landsliði í heimi, Bandaríkjunum.
Athugasemdir