Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. nóvember 2020 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Við erum ekki að berjast um titilinn
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að liðið sé ekki í baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Liðið vann Manchester City 2-0 í kvöld og er í efsta sæti deildarinnar.

Tottenham hefur spilað glimrandi vel í deildinni það sem af er tímabili og fylgdi því á eftir með góðum sigri á liði Pep Guardiola.

City var mikið með boltann í leiknum en tókst þó ekki að búa til mörk úr því. Mourinho lagði leikinn vel upp og uppskar sigur en hann vill þó ekki bendla Tottenham við titilbaráttu.

„Það er gott að vera á toppnum en við verðum kannski í öðru sæti á morgun og það er ekkert vandamál fyrir mig. Ég er bara ánægður með þróunina á liðinu," sagði Mourinho.

„Fólk getur ekki búist við því að við komum hingað og eftir eitt tímabil þá berjumst við um titilinn. Við erum ekki í baráttu um titilinn heldur erum við að berjast í að vinna alla leiki. Við munum gera jafntefli og við munum tapa leikjum."

„En það verður ánægjulegt að borða kvöldverð í kvöld. Ég mun slaka á, horfa á leik Atlético gegn Barcelona og sofa svo eins og engill."

„Það verður samt ekkert vandamál ef Leicester vinnur á morgun og við verðum í öðru sæti,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner