Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. janúar 2021 19:30
Victor Pálsson
Segir að frammistaða Fernandes hafi komið Pogba í gang
Mynd: Getty Images
Paul Parker, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að það sé Bruno Fernandes að þakka að Paul Pogba sé upp á sitt besta þessa dagana.

Ferill Pogba á Old Trafford hefur verið upp og niður en undanfarið hefur Frakkinn verið að sýna sínar bestu hliðar.

Parker telur að það sé Fernandes að þakka sem hefur verið besti leikmaður Man Utd síðan hann kom frá Sporting í byrjun árs 2020.

„Árið 2020 þá var hann aðeins skugginn af Fernandes og það hefur skemmt egóið hans," sagði Parker.

„Pogba var keyptur fyrir háa fjárhæð. Gæðin og markaðssetningin hentuðu liði Manchester United."

„Besti prófíll sem þú getur borið með þér er að vera frábær fótboltamaður og Fernandes kom og tók við af Pogba af réttum ástæðum."
Athugasemdir
banner
banner