Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. febrúar 2023 09:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lögðu Ísland í fyrra og komust svo inn á HM í fyrsta sinn í morgun
Úr leik Íslands og Portúgals í október á síðasta ári.
Úr leik Íslands og Portúgals í október á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Portúgal tókst í morgun að verða næst síðasta liðið til að tryggja sig inn á HM kvenna sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.

Portúgal fór í gegnum Evrópu-umspil í október á síðasta ári með því að leggja Belgíu og svo Ísland að velli.

Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Portúgal þurfti að fara í annað umspil sem kláraðist síðustu nótt. Liðið spilaði hreinan úrslitaleik við Kamerún, sem er í 58. sæti á heimslista FIFA.

Lið Portúgals lenti í vandræðum. Þær komust yfir á 22. mínútu en Kamerún jafnaði metin á 89. mínútu. Portúgal fékk hins vegar vítaspyrnu, líkt og þær fengu gegn Íslandi, og skoruðu sigurmarkið í uppbótartímanum.

Portúgal fer í erfiðan riðil á mótinu sjálfu með Hollandi, Víetnam og ríkjandi meisturum Bandaríkjana.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem Portúgal mun taka þátt á HM kvenna.


Athugasemdir
banner
banner
banner