
Portúgal tókst í morgun að verða næst síðasta liðið til að tryggja sig inn á HM kvenna sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.
Portúgal fór í gegnum Evrópu-umspil í október á síðasta ári með því að leggja Belgíu og svo Ísland að velli.
Portúgal fór í gegnum Evrópu-umspil í október á síðasta ári með því að leggja Belgíu og svo Ísland að velli.
Lestu um leikinn: Portúgal 4 - 1 Ísland
Portúgal þurfti að fara í annað umspil sem kláraðist síðustu nótt. Liðið spilaði hreinan úrslitaleik við Kamerún, sem er í 58. sæti á heimslista FIFA.
Lið Portúgals lenti í vandræðum. Þær komust yfir á 22. mínútu en Kamerún jafnaði metin á 89. mínútu. Portúgal fékk hins vegar vítaspyrnu, líkt og þær fengu gegn Íslandi, og skoruðu sigurmarkið í uppbótartímanum.
Portúgal fer í erfiðan riðil á mótinu sjálfu með Hollandi, Víetnam og ríkjandi meisturum Bandaríkjana.
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni þar sem Portúgal mun taka þátt á HM kvenna.
Portugal are going to the FIFA Women's World Cup for the first time ever! ????
— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) February 22, 2023
Congratulations, @selecaoportugal! ???????? #FIFAWWC | #BeyondGreatness pic.twitter.com/VODJQWTrMu
Athugasemdir