Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. febrúar 2023 12:48
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag tjáir sig um meiðslastöðuna og kvöldverðinn með Sir Alex
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, ræddi við fjölmiðlamenn núna í hádeginu en á morgun leikur United gegn Barcelona á Old Trafford í umspili fyrir 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Fyrri leikurinn á Nývangi endaði með 2-2 jafntefli.

Hann tilkynnti að Antony og Harry Maguire séu báðir orðnir leikfærir. Antony hefur misst af fjórum síðustu leikjum og Maguire missti af sigrinum gegn Leicester á sunnudag vegna hnémeiðsla.

Anthony Martial hefur snúið aftur í léttar æfingar en er ekki orðinn leikfær. Hann hefur verið fjarverandi síðustu þrjár vikur.

Ten Hag var spurður út í kvöldverðinn sem hann snæddi með Sir Alex Ferguson.

„Það er risastórt að vera með stuðning frá honum. Ég nýt þess að spjalla við fólk með gríðarlega þekkingu og reynslu. Hann er tilbúinn að deila sinni þekkingu, hann vill aðstoða og styðja. Manchester United er hans félag og hann vill því það besta. Hann vill að við gerum vel og þetta var frábært kvöld," segir Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner